Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 26
Bakteríusýkingar eins og kólera valda núorðið síður heimsfaröldrum þó að þær geti verið landlægar. Í staðinn hafa komið fram nýjar veirusýkingar. upp úr 1980 greindist veira sem svo fékk nafnið hiV. hún eyðileggur ónæmiskerfið og veldur smám saman alnæmi en nú hafa 32 milljónir manna látist af völdum sjúkdómsins. hann er ólæknanlegur og ómeðhöndl aður leiðir hann til dauða en nú eru til lyf sem halda veirunni í skefjum. fyrir tæpum tuttugu árum kom svo fram stuttur heims- faraldur kallaður SarS og tíu árum seinna annar undir heitinu MErS. Báðir þessir sjúkdómar eru af völdum kórónuveira eins og covid-19. Mislingar bráðsmitandi  veirusjúkdómur Mislingar eru vel þekktur veirusjúkdómur sem nánast hefur tekist að útrýma í Evrópu og ætti að vera hægt að útrýma á heimsvísu. Á seinni árum hefur tilfellum því miður fjölgað þar sem æ fleiri foreldrar telja það óþarfa eða óæskilegt að láta bólusetja börnin sín. Mislingar eru bráðsmitandi og því þarf mikið hjarðónæmi til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu en það gerðist til dæmis á Íslandi í fyrra að mislingar smituðust út fyrir fjölskyldu. Mislingaveiki veldur langverandi truflun á ónæmis- kerfinu og gæti því mislingasmit hugsanlega verið áhættuþáttur fyrir covid-19. Þegar yfirstandandi covid-faraldur hefur rénað höfum við lært margt nýtt um hvernig veirur hegða sér og getum vonandi nýtt þessa þekkingu til þess að vera betur undirbúin næst. Þó að okkur takist að búa til bóluefni við þessari sótt þá munu koma nýjar sóttir. Því megum við ekki sofna á verðinum. christer magnusson 26 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 Þegar yfirstandandi covid- faraldur hefur rénað höfum við lært margt nýtt um hvernig veirur hegða sér og getum vonandi nýtt þessa þekkingu til þess að vera betur undirbúin næst. Þó að okkur takist að búa til bóluefni við þessari sótt þá munu koma nýjar sóttir. Því megum við ekki sofna á verðinum. Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi. — Mynd frá Wikipedia.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.