Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 32
Ég byrja á því að óska fjólu til hamingju með dag hjúkrunar og við erum sammála um að fordæmalausar aðstæður síðastliðna mánuði, sem hafa snúið samfélagi okkar á hvolf, hafa ekki aðeins vakið athygli á áratugagömlum rannsóknum og verkum flo- rence nightingale heldur einnig varpað ljósi á óendanlegt mikilvægi hjúkrunar og hjúkrunarfræðinga. Hefðbundnu hjúkrunarheimili breytt í covid-deild á tveimur dögum fjóla er Vestfirðingur og býr í Bolungarvík ásamt eiginmanni og tveimur börnum, en elsta barn þeirra er flutt að heiman. hún hefur starfað á heilbrigðisstofnun Vest- fjarða, hVEST, frá árinu 2003, fyrst í aðhlynningu, þá sem sjúkraliði og svo hjúkrunarfræðingur og var meðal annars lengi aðstoðardeildarstjóri á hjúkrunar- heimilinu Bergi. frá því í janúar síðastliðn um hefur hún verið deildarstjóri hjúkr- unarheimilanna þriggja sem samanlagt hafa 46 rými. Það er óhætt að segja að þessir fyrstu mánuðir í starfi hafi einkennst af annríki og óvæntum aðstæðum: „já, mér finnst ég ekkert almennilega byrjuð í starfinu, það kemur alltaf eitthvað upp á! Ég vona að það verði ekki stöðugt svona krefjandi, eða það má að minnsta kosti mikið ganga á til að slá þessu ástandi við, þetta stóra verkefni sem höfum staðið frammi fyrir síðastliðnar vikur.“ fjóla segir að þau hafi daglega staðið frammi fyrir stöðugum úrlausnarefnum og nýjum aðstæðum sem öllum var sinnt með það að leiðarljósi að leita lausna. hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík er hefðbundið hjúkrunarheimili með tíu rúmum sem var breytt í covid-deild á tveimur dögum: „Við hentum öllu venju- 32 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 Seiglan, fagmennskan og samstaðan kom okkur í gegnum þetta  — Viðtal við Fjólu Bjarnadóttur hjúkrunardeildarstjóra „Við hentum öllu venjubundnu deildarskipulagi út af borðinu og frá hádegi á laugardegi og til mánudagsmorguns bjuggum við til nýtt módel. Við sóttum okkur þær bjargir sem vantaði, hugsuðum í lausnum því að ofan á allt saman þá var mjög vont veður á þessum tíma þannig að það var erfitt um aðföng.“ Fjóla Sigríður Bjarnadóttir, deildar- stjóri hjúkrunarheimilanna Eyrar á Ísafirði, Tjarnar á Þingeyri og Bergs í Bolungarvík. Sennilega er enginn dagur meira viðeigandi en 12. maí árið 2020 til að eiga samtal við Fjólu Sigríði Bjarnadóttur, deildarstjóra hjúkrunarheimilanna Eyrar á Ísafirði, Tjarnar á Þingeyri og Bergs í Bolungarvík, um þær aðstæður sem sköpuðust þegar heimsfaraldur covid-19 braut sér leið vestur á firði. Því í dag eru einmitt 200 ár frá fæðingu Florence Nightingale, hjúkrunar- fræðings, vísindakonu og frumkvöðuls, sem með gagnreyndri þekkingu sýndi fram á veiga- mikinn þátt hreinlætis og sóttvarna í árangursríkri hjúkrun skjólstæðinga. En hreinlæti og sóttvarnir, tveir af grunnfærniþáttum hjúkrunar, hafa einmitt stuðlað að árangri í baráttunni við hinn skæða heimsfaraldur sem veldur covid-19-sjúkdómnum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.