Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 35
leiðingarnar yrðu verri. Það voru nokkrar sjúkra flugferðir héðan dag eftir dag af mikið veikum íbúum og það ríkti gífur- lega mikil hræðsla, auk þess sem veðrið var hræðilegt og þetta leit alls ekki vel út. En á sama tíma fundum við sterkt fyrir miklum hlýhug samfélagsins sem verður svo fallegt við svona aðstæður, en Vestfirðingar eru þekktir fyrir falleg viðbrögð og stuðning. Samfélagið varð þétt og samheldin heild sem sýndi bæði skilning og stuðning. Það var talað fallega til okkar, okkur voru sendar fallegar hugsanir og falleg skilaboð birtust á sam- félagsmiðlum. allt þetta hjálpar. Það var líka haft samband við okkur að fyrra bragði, við fengum gjafir, kökur, nammi og páskaegg. Einnig voru stofnuninni lánuð hús og íbúðir fyrir bakverði og starfsfólk, spjaldtölvur voru gefnar og búnaður sem tengist þeim og við fengum líka nafnlausar gjafir.“ Þakklæti  Þegar ég spyr fjólu hvað standi upp úr þegar hún hugsar til undangenginna vikna er hún fljót til svars: „Þakklæti. Ég er þakklát fyrir hjúkrunarþekkinguna og framþróun í hjúkrun sem grundvallaði árangurinn og gerði að verkum að ekki fór ver því á tímabili leit þetta ekki vel út. Einnig er ég þakklát fyrir samstöðuna, fyrir allt starfsfólkið á hVEST, bakverðina og samfélagið hér. Ég er líka þakklát fyrir tæknina; við fengum til dæmis okkar eigin sjónvarpsstöð sem aðeins við höfðum aðgang að og gátum fyrir tilstuðlan hennar talað við covid- sjúkling inni í herberginu sínu. Einnig fengum við spjaldtölvur og heyrnartól sem fóru inn á herbergi skjólstæðinga og gerði þeim kleift að eiga í samskiptum. Tæknin studdi líka viðhald tengsla milli stjórnenda og starfsfólks og má jafnvel hugsa sér að þetta hafi gengið eins vel og raun varð vegna þess að við höfðum tæknina til að eiga í samskiptum. Það var ekkert ráp á milli húsa, ekkert bankað upp á og spurt um líðan, en tæknin sá til þess að fólk einangraðist minna. Það hjálpaði mér einnig sem stjórnanda að geta fylgst með því þegar starfsfólkinu fór að batna. hVEST notar mikið Workplace-forritið sem hefur nýst vel í faraldrinum. Þetta er svo lítið samfélag hérna og það var starfsfólkinu erfitt að vera fast heima í sóttkví, frískt en mega ekki vinna þó að allt sé á hvolfi á vinnustaðnum. Þá réð seiglan, fagmennskan og samstaðn kom okkur í gegnum þetta tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 35 INNILEGAR ÞAKKIR TIL HJÚKRUNARFRÆÐINGA FYRIR ÓMETANLEGT STARF isam.is „Þetta leit ekki vel út hér og á tímabili óttuð - umst við að afleiðingarnar yrðu verri. Það voru nokkrar sjúkraflugferðir héðan dag eftir dag af mikið veikum íbúum og það ríkti gífurlega mikil hræðsla, auk þess sem veðrið var hræði - legt og þetta leit alls ekki vel út.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.