Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 38
Magnaður hópur Til að bregðast við var gjörgæsludeildin í Fossvogi stækkuð verulega. Áður voru þar sex rúm en með því að nýta vöknunarrýmið líka eru nú fimmtán rúm á deildinni og er hún mönnuð samkvæmt því. „Þetta er náttúrlega magnaður hópur sem vinnur hérna, á öllum vígstöðvum, hvort sem það eru iðnaðarmenn, læknar, sjúkraliðar eða ræstingafólkið,“ segir Ólöf. „Það eru forréttindi að fá að vera hluti af þessum hópi sem ætlar að gera þetta eins vel og mögulegt er.“ Hún segir að það hafi verið 30 hjúkr- unarfræðingar og sjúkraliðar sem komu deildinni til hjálpar. „Þetta var starfsfólk frá gjörgæslunni á Hringbraut, svæfingu, skurðstofu og úr bakvarðasveit. Margt af þessu fólki hafði aldrei unnið á deildinni áður. Þegar mest var voru á deildinni 15 sjúklingar og af þeim 9 sjúklingar í öndunarvél. Samvinna, sveigjanleiki og snerpa er það sem hefur einkennt þetta tímabil,“ segir hún. Veiran vakti athygli um áramótin Eflaust velta margir fyrir sér hvernig starfsfólk gjörgæslunnar og Landspítalans alls gat undirbúið sig fyrir kórónuveiruna og allt það álag sem hefur fylgt henni. „Ég man vel hvenær ég heyrði fyrst um nýju veiruna. Þetta vakti athygli mína strax upp úr áramótunum er fréttir tóku að berast frá Wuhan í Kína. Ég hafði heyrt að árið 2020 gæti orðið ár mikilla atburða og það hvarflaði strax að mér að þetta gæti orðið eitthvað sem við þyrftum að takast á við,“ segir Ólöf. Löngu áður en fyrsta smit greindist á Íslandi höfðu deildarstjórar og yfirlæknar á gjörgæsludeildum Landspít - alans átt fundi með Ölmu Möller landlækni. „Þá þegar voru allir búnir að kynna sér hvernig þetta gæti birst hér hjá okkur miðað við það sem var að gerast úti. Strax var farið í að undirbúa okkur undir það versta.“ Mikið hefur hægst á starfseminni Ólöf segir að mikið hafi hægst á starfsemi gjörgæslunnar vegna kórónuveirunnar undanfarnar vikur þar sem veiran er í mikilli rénun á Íslandi „Jú, nú hefur heldur hægst á og í byrjun maí var stór hluti þess hóps sem kom til okkar annars staðar frá farinn á sína heimadeild. Auk þess koma okkar venjulega skjólstæðingar til okkar. 38 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 „Það sem ekki drepur mann, það herðir mann!“ — Ólöf stýrði gjörgæslunni í Fossvogi á tímum covid-19 Mikið álag hefur verið á gjörgæslunni undanfarnar vikur vegna covid-19-heimsfaraldursins. Innan við ár er frá því að Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir tók við stöðu hjúkrunardeildarstjóra gjörgæsludeildar Landspítalans og því ærin verkefni sem hún hefur staðið fyrir. „Já, þetta reyndi töluvert á en það var svo frábært að sjá alla okkar framúrskarandi fagmenn sem við höfum takast á við þetta af fagmennsku og með puttann á púlsinum. Allir lögðust á eitt við að undirbúa allt sem best undir það versta. Ég veit hvað býr í því starfsfólki sem ég hef en það var ljóst að ef verstu spár gengju eftir þyrfti liðsstyrk. Það kom mikill og ómetanlegur stuðn- ingur og skipulagning frá forstöðumanni gjörgæslu- og skurðstofukjarna, Vigdísi Hallgríms- dóttur, sem hélt utan um verkefni með okkur stjórnendum gjörgæsludeildanna,“ segir Ólöf. Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir, hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslu- deildar Landspítalans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.