Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 40
Kraftaverkafólk Þegar Ólöf lítur nokkrar vikur til baka segir hún að það hafi allir á spítalanum verið tilbúnir í kórónuverkefnið og það sem einkenndi hópinn var samstaða og að sjúklingurinn væri í öndvegi — það voru allir í liði hans. „Teymisvinna allra fag- stétta var mögnuð. Í þessu verkefni var ekki var hægt að vinna eftir fyrirframákveðnum ferlum heldur vorum við allan tím- ann að læra og beita nýjustu gagnreyndu þekkingu sem til var. Starfsfólk deildarinnar á hrós skilið fyrir hvernig það tók á móti öllu því góða fólki sem kom til liðs við okkur. Það skapaðist ákveðin stemning sem einkenndist af fagmennsku og virðingu. Fólk passaði upp á hvað annað og sýndi hvað öðru auðmýkt og skilning. Það er alltaf markmið mitt sem stjórn- anda að passa að setja starfsfólk ekki í stöðu sem það ræður ekki við. Það hefur tekist varðandi þetta verkefni. Við réðum vel við þetta en þetta var mikil glíma sem fer í reynslubank- ann,“ segir Ólöf, stolt af sínu fólki. „Það sem mér er efst í huga eftir þennan krefjandi tíma er þakk læti. Starfsfólkið mitt lagði sig allt fram og tókst á við þetta krefjandi verkefni af festu, samheldni, fagmennsku og auð - mýkt. Það er svo dýrmætt að finna þennan samtakamátt og kærleik. Allir þeir sem komu okkur til hjálpar: Takk fyrir ykkar aðkomu og hjálp. Stolt kemur líka upp í hugann, að hafa verið hluti af þessum öfluga framlínuhóp. Látum okkur líða vel, þetta líf er til þess gert.“ Eldgos, andlát og strand Ólöf er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún var á tíunda ári þegar gaus á Heimaey 1973. „Já, húsið okkar fór undir hraun, við bjuggum austast í bænum nálægt upptökum goss- ins. Þetta er mikil lífsreynsla sem ég man eftir eins og gerst hafi í gær,“ segir Ólöf. En það voru fleiri áföll sem dundu yfir fjöl- skyldu hennar á þessum tíma. „Já, það má með sanni segja því í lok árs 1972 lést bróðir pabba míns eftir stutt og erfið veikindi einungis 49 ára gamall. Þeir bræður voru með farsæla útgerð saman og gerðu út Gjafar VE 300. Þess má geta að Gjafar var nýkominn úr slipp þegar gosið hófst og flutti yfir 400 manns frá Eyjum í gosinu til Þorlákshafnar. En mánuði síðar, eða 22. febrúar 1973, strandaði Gjafar VE 300 í Grindavíkurhöfn og varð ekki bjargað. Þetta allt varð til þess að fjölskylda mín flutti ekki aftur til Eyja og breytingar urðu miklar. Það var tekist á við áföllin af æðruleysi og yfirvegun og alltaf gert það besta sem hægt var á hverjum tíma. Verkefnin sem við fáum í fangið í lífinu veljum við ekki öll en mottó foreldra minna var að gera það bestu sem hægt var. Þessi lífsreynsla mín sem barn hefur mótað mig og allt mitt viðhorf til lífsins. Sagt var að það sem ekki drepur mann það herði mann! Fjölskyldan settist síðan að í Reykjavík,“ segir Ólöf. Viðtal: Magnús Hlynur Hreiðarsson. magnús hlynur hreiðarsson 40 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 Ólöf og Hilmar með barnabörnin sín þrjú. Frá vinstri: Hilmar Kári 3 ára, Hlynur Axel 5 ára og Ragnar Óli 3 ára. Ólöf segist njóta þess að vera með fjölskyldunni, stunda líkamsrækt og prjóna. Þá hefur hún mikla ánægju af fjallgöngum og alls konar útivist. „Það sem mér er efst í huga eftir þennan krefj- andi tíma er þakklæti. Starfsfólkið mitt lagði sig allt fram og tókst á við þetta krefjandi verkefni af festu, samheldni, fagmennsku og auðmýkt. Það er svo dýrmætt að finna þennan samtaka- mátt og kærleik. Allir þeir sem komu okkur til hjálpar: Takk fyrir ykkar aðkomu og hjálp.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.