Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 49
Það sem einn þolir vel brýtur annan „Langvarandi álag í persónulegu lífi getur grafið undan and- legri og líkamlegri heilsu á þann hátt að þegar síðan álag í vinnunni bætist við getur kerfið hrunið þannig að skaðinn verði ekki bættur með vikufríi og hvíld. Jafnvel ekki í fríi hjá mömmu!“ skrifar hún og bætir við: „Það að vera leiður í vinn- unni sinni, haldinn mikilli og langvarandi streitu, verða fyrir miklum áföllum, hvílast ekki nægilega vel, allt eru þetta þættir sem geta leitt til sjúkdómsástandsins sem þekkt er sem kuln - un,“ segir Inga. Sú tilhneiging að hafa allt of mörg járn í eld- inum, fara hratt yfir sögu lífsins og hvílast lítið, þetta er auð vitað uppskrift að því að örmagnast eða jafnvel veikja ónæmiskerfið á þann hátt að fólk fái banvæna sjúkdóma,“ segir hún enn fremur.  Ég gæti skrifað langan pistil um nauðsyn þess að vera vel á verði gagnvart einkennum um að slík veikindi geti verið yfir vofandi. Þau þurfa ekki endilega að tengjast vinnu en gera það gjarnan. Aðdragandinn er oft langur og það þarf að fræða alla um þær leiðir sem fyrirfinnast til að varast alvarleg veikindi. Sem hjúkrunarfræðingur og yfirmaður á vinnustað þekki ég slík einkenni vel en trúði því að sjálf- sögðu ekki að þau gætu átt við mig sjálfa. Ég gerði jú meiri kröfur til mín en svo. Kannski liggur hundurinn einmitt grafinn þar. „Kona þarf að vera duglegri,“ eins og verð - launa hönnunin í hönnunarsamkeppni Strætó benti á — og við reynum „að vera bara duglegri“ við svo ótal margt (meistaranám með fullri vinnu er normið í dag). En það býður heim hættunni á að kona fari í þrot. Og það er sko miklu erfiðara að komast þaðan aftur en að lenda þar. Í bókinni ræðir hún um kulnun og örmögnun, og leitar skýr - inga á hvað í því felst að verða fyrir kulnun og hugsanlegar leiðir til bata. Inga Dagný fjallar um aðdragandann að því að hún kulnaði eða hreinlega örmagnaðist. Það geti átt sér mis- langan aðdraganda og það geti verið flókið að finna út úr því hvenær fólk byrjar að missa tökin. „Ég skildi þetta með að vera alltaf þreytt og ég vissi hvað kulnun þýddi, það var hluti af því sem ég átti að þekkja sem stjórnandi á vinnustað. En ég skildi alls ekki hvernig það gat gert einhvern svona veikan. Ég skildi ekki hvernig kvíðinn tengdist kulnun og ég skildi ekki hvernig það gat ekki verið bara nóg að taka sér frí eða skipta um starf.“ Aðdragandinn að því að slíkt ástand verði daglegur veru- leiki geti verið langur og það sé alltaf freistandi að draga það aðeins á langinn að hvíla sig eða breyta aðstæðum sínum þannig að streitan sé ekki ófrávíkjanlegur förunautur alla daga. Inga átti nokkuð stormasamt samband við sína streitu, hún þreytti hana og tærði en hún var líka svolítið eins og gott örv- andi lyf segir hún, „og ég leyfði henni að fleyta mér áfram á tvöföldum hraða í gegnum lífið, allt of lengi. Ég lét minn metnað, fullkomnunaráráttu og kvíða, bera mig hratt og örugg - lega fram af brúninni. Og það er sko miklu erfiðara að komast þaðan aftur en að lenda þar.“ „það er sko miklu eftiðara að komast þaðan aftur en að lenda þar“ tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 49

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.