Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 57
Haustmisseri 2020 Lota 1: 7.–11. september Lota 2: 12.–16. október Lota 3: 16.–20. nóvember Röðun námskeiða í hverri lotu — Sálræn áföll og ofbeldi: mánudaga — Verkir og verkjameðferð: þriðjudaga — Heilbrigði og heilbrigðisþjónusta: miðvikudaga — Málstofa meistaranema: f.h. á fimmtudögum — Megindlegar rannsóknir: e.h. á fimmtudögum og f.h. á föstudögum Vormisseri 20211 Lota 1: 18.–22. janúar Lota 2: 1.–5. mars Lota 3: 12.–16. apríl Röðun námskeiða í hverri lotu1 — Stjórnun: mánudaga — Heilbrigði kvenna: f.h. þriðjudaga og miðvikudaga — Heilsugæsla og heilsuefling: e.h. á þriðjudögum og mið - vikudögum — Öldrun og heilbrigði: e.h. á þriðjudögum og miðviku- dögum — Málstofa meistaranema: f.h. á fimmtudögum — Eigindlegar rannsóknir: föstudaga 1 Birt með fyrirvara um breytingar. Skipulag á námi í lotum: Nemandi í fullu námi má gera ráð fyrir að mæta í 3 til 3½ dag í hverri lotu. Gerð er krafa um að nemendur mæti í a.m.k. 2 lotur í hverju námskeiði þó æskilegt sé að mæta í allar 3. Um- sjónarkennara er frjálst að gera sérkröfur fyrir sitt námskeið um mætingu í einhverja ákveðna lotu eða allar 3. Þessar kröfur geta því verið mismunandi eftir námskeiðum. Mæting er skilgreind á þrennan hátt: 1) mæting á staðinn; 2) mæting í gegnum hugbúnaðinn ZOOM; eða 3) mæting í gegnum fjarveru (e. Telepresence Robot). Má því segja að mæt ing felist í því að vera vitsmunalega og andlega mættur norður til Akureyrar þó svo að líkaminn geti verið annars staðar, sbr. lið 2 og 3. Nauðsynlegt er að hafa tölvu með mynda vél og öfluga nettengingu til að geta sinnt náminu. Opið er fyrir innritun til 15. júní 2020 Með umsókn þarf að fylgja: 1) Staðfest afrit af bakkalárprófskírteini eða sambærilegu prófskírteini. 2) Kynningarbréf 3) Námsáætlun 4) Ferilskrá Umsækjendur skulu hafa fengið 7,25 í meðaleinkunn í grunn - háskólanámi nema sérstaklega sé getið um annað í inntökuskil - yrðum kjörsviðs. Við framhaldsnámsdeildina eru 66 náms - pláss í boði fyrir nýnema. Sérstakar matsreglur hafa verið samþykktar ef fleiri en 66 nýnemar skrá sig til náms. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið og námið er að finna á heimasíðu Háskólans á Akureyri, www.unak.is. Áslaug L. Guðmundsdóttir, verkefnastjóri við heilbrigðisvísindasvið HA, og dr. Sigríður Sía Jónsdóttir, formaður framhaldsnáms- deildarinnar, svara einnig fyrirspurnum. framhaldsnám í heilbrigðisvísindum við háskólann á akureyri tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 57 Kjörsvið sem opin eru til innritunar fyrir haustið 2020 120 ECTS meistaranám / 40 ECTS-eininga viðbótarnám á meistarastigi — Heilsugæsla í héraði — fræðileg — Langvinn veikindi og lífsglíman — Sálræn áföll og ofbeldi — Stjórnun í heilbrigðisþjónustu — Verkir og verkjameðferð — Öldrun og heilbrigði 120 ECTS meistaranám — Endurhæfing1 — Geðheilbrigðisfræði1 — Starfsendurhæfing2 120 ECTS meistaranám / 60 ECTS-eininga viðbótarnám á meistarastigi — Heilsugæsla í héraði — klínísk3 50 ECTS meistaranám fyrir ljósmæður með starfsréttindi á Íslandi 1 Námsárið 2020–2021 er 10 ECTS sérhæft skyldunámskeið þessara kjör - sviða ekki í boði. Þau verða í boði námsárið 2021–22 en hægt er að skrá sig í meistaranám á þessum kjörsviðum næsta námsár og taka önnur skyldu- og valnámskeið. 2 Starfsendurhæfing er samstarfsverkefni milli HA og félagsráðgjafa- deildar Háskóla Íslands og sérhæfðu skyldunámskeiðin annars vegar kennd við HA og hins vegar við HÍ. Námsárið 2020–2021 eru sérhæfðu skyldunámskeiðin ekki í boði. Þau verða í boði námsárið 2021–22 en hægt er að skrá sig í meistaranám í við HA á þessu kjörsviði og taka önnur skyldu- og valnámskeið. 3 Heilsugæsla í héraði — klínísk er nám fyrir hjúkrunarfræðinga sem ráðnir hafa verið í 80% launaða sérnámsstöðu í heilsugæsluhjúkrun hjá heilbrigðisstofnunum landsins. Þetta er fullt nám í eitt ár, frá 1. ágúst – 31. júlí, og kennt og skipulagt í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgar - svæðisins.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.