Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 58
Hjúkrunarfræðideildin vel undirbúin fyrir fjarvinnu Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á starfsemi Hjúkrunar - fræðideildar líkt og annarra vinnustaða. Fyrirlestrahald, um - ræðufundir og fundir starfsmanna voru færðir í fjarfundaform sem reyndist lítið mál enda kennsluhættir deildarinnar fjöl- breyttir og var hjúkrunarfræðideild, af deildum háskólans, einna best undir fjarvinnu búin. Klíníska námið í grunnnám- inu var hins vegar þyngri þraut, sérstaklega klíníska námið á þriðja ári en þá eru nemendur einvörðungu í klíník. Erfiðleikarnir fólust í auknu álagi á hjúkrunarfræðinga sem störfuðu á deildum, meiri vinnu nemenda og ótta við að nem- endur sýktu sjúklinga og sína nánustu. Flestallir nemendur starfa með námi og fara á milli stofnana og húsa einstakra stofnana, svo sem Landspítala. Þar var áhersla lögð á að lítið eða ekki væri farið á milli. Jafnframt var ekki gott að fara á milli hjúkrunarheimila, heilsugæslu og Landspítala. Augljósir valkostir voru að segja nemendum að þeir yrðu að velja vinnu eða nám, og ef vinna væri valin þá seinkaði náminu. Stofnanir gátu hins vegar illa án starfskrafta nemenda verið. Þá stóðum við frammi fyrir því að seinka klínísku námi nemenda. Það var slæmur kostur sem hefði í för með sér að sumarvinna nem- enda yrði með öðru sniði, þeir fengju ekki störf sem nemendur að loknu þriðja námsári og verkefni þeirra yrðu því önnur í sumarstarfinu. Okkur hugnaðist þetta ekki og því varð að hugsa í lausnum og finna nýjar leiðir við breyttar aðstæður. Markmið okkar voru strax þessi: • Öllum nemendum verður gert kleift að ljúka námi á misserinu • Gæði klíníska námsins haldast eins og kostur er • Nemendur geta stundað vinnu með námi. Námstækifæri víða að finna Til að ná þessum markmiðjum var ákeðið að nemendur ákveð - inna námskeiða tækju klíníska námið á sínum vinnustað. Þetta krafðist nýrrar skipulagningar og sköpunargáfu en opn aði jafnframt augu allra fyrir því að námstækifæri er að finna víða. Þökkum við öllum forsvarsmönnum sjúkrastofnana fyrir að samþykkja að nemendur tækju klíníska námið á vinnu staðn - um. Þetta þýddi að sumir nemendur tóku klíníska námið í geðhjúkrun á gjörgæsludeild, aðrir á hjúkrunarheimili og þar fram eftir götunum. Kennarar aðlöguðu klínísk verkefni þannig að nemendur gátu tekið þau á sínum vinnustað með áherslu á það nám sem þeir voru í. Auk þess voru útbúin klínísk tilfelli um sjúklinga sem nemendur spreyttu sig á. Segja má að við þessar aðstæður og þær lausnir sem fundnar voru hafi sjóndeildarhringur allra hlutaðeigandi víkkað. Til dæmis getur löng dvöl á gjörgæslu haft áhrif á andlegt ástand sjúklinga. Það tókst þó ekki að nýta þessi úrræði í öllum námskeiðum og má nefna heilsugæslu og hjúkrun aðgerðasjúklinga. Úrræði fundust þó sem fólu í sér að ofangreindum markmiðum var náð. Náið samstarf við menntadeild Landspítala Í þessu ferli vorum við í nánu samstarfi við menntadeild Land- spítala. Jafnframt var brýnt fyrir nemendum að ef óvissa væri skyldi fara varfærustu leið og fylgja smitleiðbeiningum stofn- unar eða deildar þar sem klíníska námið eða vinnan fór fram. Brýnt var fyrir nemendum að ef þeir færu að starfa á deild þar sem þá vantaði upp á klíníska þjálfun (t.d. við geðhjúkrun á gjörgæslu) létu þeir viðkomandi hjúkrunardeildarstjóra vita af því þannig að deildarstjórinn vissi að viðkomandi þyrfti ef til vill aðeins lengri aðlögunartíma. Á fyrsta námsári var þrekvirki unnið í að ljúka klínísku námi í almennri hjúkrun. Á vormisseri annars námsárs var ekkert klínískt nám vegna námsskrárbreytinga sem eru í gangi. Á fjórða námsári voru áhrifin helst þau að lokaverk- efniskynningum nemenda var sleppt. Lokaverkefnisdagur B-nema hefur sannarlega verið nokkurs konar uppskeruhátíð námsins og alltaf mjög ánægjulegur dagur og sakna hans allir í ár. Að höfðu samráði við nemendur var ákveðið að hafa ekki „fjar-lokaverkefnisdag“. Ekki er enn útséð um fyrirkomulag útskriftar en það er von okkar allra að af formlegri útskrift verði. Varðandi námsmat var það á öllum stigum náms rafrænt. Ýmsar tilfæringar voru gerðar sem of langt mál er að fjalla um núna en vonandi allt til góðs á endanum. Tvær doktorsvarnir 58 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands á tímum covid-19 Herdís Sveinsdóttir og Helga Bragadóttir Mikið hefur mætt á heilbrigðiskerfinu og þar með hjúkrunarfræðingum í yfirstandandi covid-19- heimsfaraldri. Í þessum stutta pistli ætlum við að deila með lesendum þeim óvæntu úrlausnar - efnum sem við stjórnendur í hjúkrunarfræðideild höfum staðið frammi fyrir á vormisserinu í sambandi við námið og hvernig við tókumst á við þau.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.