Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 59
frestuðust þó á vormisseri en verða haldnar á fjarfundi í byrjun júní. Hjá nemendum í framhaldsnámi voru námsleyfi aftur- kölluð og vaktaáætlanir breyttust með skömmum fyrirvara. Geta nemenda til að stunda sitt nám skertist auk þess að ein- beitingarskortur gerði vart við sig. Kennsla og verkefni voru hratt og vel aðlöguð breyttum aðstæðum og var komið til móts við nemendur eins og unnt var, skiladögum verkefna breytt og lokum vormisseris breytt. Námsverkefni sem fólu í sér vett- vangsheimsóknir eða gagnaöflun á klínískum vettvangi voru endurskoðuð. Má segja að í öllu tilliti hafi kennarar og nem- endur brugðist vel við og aðstæður verið nýttar til hins ýtrasta við endurskoðun kennsluaðferða, verkefna og viðfangsefna til að draga sem mestan lærdóm af þessari einstöku reynslu. Helstu vandkvæði doktorsnema sneru að gagnasöfnun í rannsóknum þeirra því þeir áttu erfitt með að nálgast þátttak- endur á tímum samkomubannsins. Varanleg áhrif á nýtingu tækni og nýjunga í kennslu Kennsla í ljósmóðurfræði byggist mikið á virkri þátttöku nem- enda og reyndi því fjarkennsluformið mikið á. Það gekk þó vel, en nemendur voru afar ánægðir þegar kennsla í kennslustofu hófst aftur. Kennsluhættir sem reyndust vel verða þó teknir til endurskoðunar. Í klínísku námi gátu nemendur að mestu haldið áætlun en gera þurfti nokkrar breytingar, t.d. á fæðing- ardeildum þar sem mikil nánd er milli nemenda og ljósmæðra og rými á fæðingarstofum í sumum tilfellum takmarkað. Starf- semi var breytt í mörgum tilvikum á klínískum stofnunum á meðan ástandið var sem verst, eins og aðgengi verðandi feðra að þjónustunni, og hafði það áhrif á námið. Kennarar eru almennt sammála um að faraldurinn hafi haft afgerandi og varanleg áhrif til góðs hvað nýtingu tækninnar og nýjungar í kennslu varðar. Covid-19-faraldurinn hefur ekki hjúkrunarfræðideild háskóla íslands á tímum covid-19 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 59 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is CARESCAPE V100 LÍFSMARKASJÁ Frá GE Healthcare • BP/PULSE • Masimo • SpO2 • Fáanlegur á hjólastandi • Val um EXERGEN hitamæli Covid-19-faraldurinn hefur ekki eingöngu fært okkur strembin úrlausnarefni í kennslunni heldur hefur hann vakið mikla og jákvæða at- hygli á mikilvægu hlutverki hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisþjónustunni og þar með samfélag- inu almennt.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.