Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 70

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 70
einkennum eins og svima og þreytu. SNRIS-lyf (serotonin-no- repinephrine reuptake inhibitors) hafa einnig reynst vel. Ekki er mælt með að nota bensódíasepínes-lyf og alls ekki í langan tíma en aldraðir geta verið í fallhættu og truflun getur orðið á vitrænni getu þeirra. Þau gætu þó hjálpað með að brúa bilið þangað til SSRI- eða SNRIS-lyfin byrja að virka. Stundum líða nokkrar vikur þangað til lyfin ná fullri virkni (Andreescu og Varon, 2015; Bandelow o.fl., 2017). Hugræn atferlismeðferð Hugræn atferlismeðferð (HAM) hefur góð áhrif á kvíða hjá öldruðum en meðferðin er notuð m.a. við þunglyndi og ýmiss konar kvíðaröskun. Þetta er sálfræðimeðferð sem hefur reynst vel hjá þeim sem eru með kvíða (Bandelow o.fl., 2017; Dear o.fl., 2015). Áhugi fólks á HAM fer sívaxandi. Meðferðin bygg- ist á því að breyta hugarfari og hegðun sem stuðla að ein- kennum. Fólk er þjálfað í að takast betur á við áreiti sem veldur einkennum. Notuð eru viðtöl og gerð heimavinna. HAM- meðferð sem er sérstaklega ætluð til að minnka streitu hefur verið notuð hjá öldruðum með góðum árangri og hentar vel þeim sem eru með langvarandi heilsufarsvandamál. Þá er beitt hugleiðslu, öndunaræfingum og jóga. Það hefur sýnt sig að HAM-meðferð meðal aldraðra minnkar kvíða, bætir vitræna getu og dregur úr áhyggjum (Crane o.fl., 2017; Lenze o.fl., 2014). Sálfræðingar og fleiri fagaðilar eru með HAM-námskeið víðs vegar á Íslandi, t.d. á Heilsugæslu höfuðborgar svæð is ins, en til þess að skrá sig þarf tilvísun frá lækni (Heilsu gæslan, e.d.). Hvernig er árangur metinn? Til að meta árangur og bæta batahorfur þarf að gefa hinum aldraða nægan tíma, leyfa honum að tala, sýna honum virð - ingu og samhug. Það þarf að leyfa honum að spyrja en forðast skal flókin orðasambönd við útskýringar. Fylgjast þarf með hvort hinum aldraða líður betur eftir að meðferð hófst og hvort einkenni eru farin að minnka eða jafnvel horfin. Mikil- vægt er að einstaklingurinn fái félagslegan stuðning og geti þannig náð betri stjórn á streitu. Fræða þarf hinn aldraða og aðstandendur hans um kvíðann og hvernig best er að stjórna honum. Gott er að afhenda bæklinga með nægilega stóru letri og útskýra þá vel og biðja hinn aldraða um að endurtaka það sem sagt var til að ganga úr skugga um að hann hafi skilið allt (Kennedy-Malone o.fl., 2019). Lokaorð Ljóst er að kvíði er algengur hjá öldruðum en oft ómeð höndl - aður. Hann getur aukið hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og því er mikilvægt að hann sé greindur og meðhöndlaður. Hjúkr - unarfræðingar þurfa að vera vakandi fyrir einkennum kvíða og hverjir eru í meiri hættu en aðrir. Aldraðir eru búnir að reyna ýmislegt í gegnum lífið, eins og ástvinamissi og heilsu- tap. Við þurfum að gefa okkur tíma í að hlusta og spyrja um líðan. Lyf geta oft hjálpað en það þarf að fylgjast með virkni þeirra á kvíðann, aukaverkunum og milliverkunum. Hugræn atferlismeðferð hefur góð áhrif á aldraða og er mikilvæg fyrir þá sem eru með kvíða og einhvers konar geðröskun. Mikilvægt er að aldraðir hugi að heilsueflingu og kunni að minnka streitu svo að þeir geti notið meiri lífsgæða. Grein skrifuð undir handleiðslu dr. Ingibjargar Hjaltadóttur sem verkefni í námskeiði um klínísk viðfangsefni í öldrunarhjúkrun við HÍ. Heimildaskrá Andreescu, C. og Varon, D. (2015). New research on anxiety disorders in the elderly and an update on evidence-based treatments. Current Psychiatry Reports, 17, (53). doi:10.1007/s11920-015-0595-8 Bandelow, B., Michaelis, S. og Wedekind, D. (2017). Treatment of anxiety disorders. Dialogues Clin Neurosci, 19(2), 93–107. Breeman, S., Cotton, S., Fielding, S. og Jones, G., T. (2015). Normative data for the hospital anxiety and depression scale. Qual life res, 24, 391–398. doi:10.1007/s11136-014-0763-z Catuzzy, J. E. og Beck, K. D. (2014). Anxiety vulnerability in women: A two- hit hypothesis. https://doi.org/10.1016/j.expneurol.2014.01.023 Clifford, K., Duncan, N., Heinrich, K. og Shaw, J. (2015). Update on manag- ing generalized anxiety disorder in older adults. Journal of Gerontological Nursing, 41(4), 10–20. doi:10.3928/00989134-20150313-03 Crane, R. S., Brewer, J., Feldman, C., Kabat-Zinn, J., Santorelli, S., Williams, J. M. G. og Kuyken, W. (2017). What defines mindfulness-based pro- grams? The warp and the weft. Psychological Medicine, 47, 990–999. doi:10.1017/S003329171600331 Dear, B. F., Zou, J. B., Ali, S., Lorian, C. N., Johnston, L., Sheehan, L., …Titov, N. (2015). Clinical and cost-effectiveness of therapist-guided internet-de- livered cognitive behavior therapy for older adults with symptoms of anxi- ety: A randomized controlled trial. Behavior Therapy, 46, 206–217. Emdin, C. A., Odutayo, A., Wong, C. X., Tran, J., Hsiao, A. J. og Hunn, B. H. (2016). Meta-analysis of anxiety as a risk factor for cardiovascular disease. The American Journal of Cardiology, 118(4), 511–519. doi:10.1016/j.amjc- ard.2016.05.041 Heilsugæslan (e.d.). Það er engin heilsa án geðheilsu. Hugræn atferl- ismeðferð-Hópar. Sótt á https://www.heilsugaeslan.is/thjonusta-stodv anna/salfraedithjonusta/#Tab1 Kennedy-Malone, L., Martin-Plank, L. og Duffy, E. G. (2019). Advanced prac- tice nursing in the care of older adults (2. útgáfa). Psychosocial Disorders, 428–468. F.A. Davis Company, Philadelphia. Lenze, E. J., Hickman, S., Hershey, T., Wendleton, L., Ly, K., Dixon, D. … Wetherell, J. L. (2014). Mindfulness-based stress reduction for older adults with worry symptoms and co-occurring cognitive dysfunction. Interna- tional Journal of Geriatric Psychiatry, 29(10), 991–1000. doi:10.1002/ gps.4086 Pachana, A. N. og Byrne, J. G. (2012). The Geriatric Anxiety Inventory: In- ternational use and future directions. Australian Psychologist, 47, 33–38. doi:10.1111/j.1742-9544.2011.00052.x kristrún anna skarphéðinsdóttir 70 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 Til að meta árangur og bæta batahorfur þarf að gefa hinum aldraða nægan tíma, leyfa honum að tala, sýna honum virðingu og samhug. Það þarf að leyfa honum að spyrja en forðast skal flókin orðasambönd við útskýr ingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.