Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 72

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 72
o.fl., 2010). Fræðimenn hafa bent á þætti sem hafa áhrif á styrk og birtingarmynd þessara einkenna. Óuppfylltar þarfir ein- staklingsins, bæði andlegar og líkamlegar, eru taldar geta stuðl - að að hegðunarvanda sökum þess að sjúklingurinn getur ekki tjáð sig um líðan sína og tilfinningar. Algase og félagar settu fram kenningu sína „e Need dri- ven Dementia compromised Behavior model“ (NDB) árið 1996. Samkvæmt þeirra kenningu er hegðunarvandi ákveðin hegðun sem einstaklingur með heilabilun sýnir þegar líkam- legum, andlegum, félagslegum eða tilfinningalegum þörfum hans er ekki fullnægt. Hegðunarvandann sýnir hann vegna boðskiptaerfiðleika sem o eru mjög miklir á seinni stigum sjúkdómsins (Algase o.fl., 1996; Lemay og Landreville, 2010). Meiri líkur eru á hegðunarvanda ef sjúklingurinn fær ekki full- nægjandi aðstoð sem veitt er af virðingu, þekkingu og fag- mennsku við daglegar athafnir (Algase o.fl., 1996). Meðferð án lyfja við hegðunarvanda Þrátt fyrir að rannsakendur hafa ráðlagt að nota engin lyf þegar meðferð hefst við hegðunarvanda hafa rannsóknir sýnt að geðdeyfðarlyum er o beitt við hegðunarvanda (Livingston o.fl., 2017). Nýleg íslensk rannsókn sýndi svipaðar niðurstöður þar sem auknar líkur voru á notkun sterkra geðlya og geð - deyfðarlya eir því sem vitræn skerðing jókst (Sigurveig Gísla- dóttir, 2019). Margt bendir til að notkun þessara lya tengist tímaskorti og skorti á nákvæmum leiðbeiningum um meðferð (Kales o.fl., 2015). Enn fremur tengist notkunin meira venjum innan heimilisins en raunverulegum einkennum og heilsufari einstaklinganna (Cioltan o.fl., 2017). Notkun sterkra geðlya við hegðunarvanda er talin óæskileg vegna ýmiss konar aukaverk- ana sem og auknum líkum á ótímabæru andláti og heilablóðfalli (Cohen-Mansfield o.fl., 2012; Livingston o.fl., 2017). Rannsóknir hafa sýnt að tengsl eru á milli þunglyndisein- kenna og óróleika og árásargirni hjá fólki með heilabilun og að rétt meðferð og greining þunglyndis hjá þessum einstak- lingum geti dregið úr hegðunarvanda (Herrera-Guzmán o.fl., 2010). Þunglyndiseinkenni eru algeng á öllum stigum heila- bilunar og eykur það enn á vanda einstaklingsins. Niðurstöður benda til að þungyndi auki árásagirni óháð því hversu alvar- lega heilabilunin er, og að þunglyndiseinkennin versni þegar heilabilunarsjúkdómurinn ágerist. Samt sem áður virðist þung - lyndi vangreint og vanmeðhöndlað hjá einstaklingum með heilabilun (Majic o.fl., 2012). Verkir eru mjög algengir hjá íbúum hjúkrunarheimila eða hjá allt að 50% aldraðra en erfitt getur verið að greina verki hjá einstaklingum sem þjást af heilabilunarsjúkdómum (Auer o.fl., 2018). Óróleiki, hróp og köll og höfnun á umönnun eru ein- kenni sem geta bent til verkja en eru o talin vera vísbending um versnandi sjúkdóm þar sem meðferð með geðdeyfðar- lyum er beitt í stað fullnægjandi verkjamats og verkjameð - ferðar (Ahn og Horgas, 2013; Brennan og SooHoo, 2014). Virkni og dægrastytting flokkast sem meðferð án lya og er beitt til þess að draga úr hegðunarvanda hjá einstaklingum með heilabilun. Skortur á virkni og dægrastyttingu meðal íbúa hjúkrunarheimila getur ha slæm áhrif og hefur verið tengd við skert lífsgæði, aukna árásargirni, óróleika, þunglyndi og sinnuleysi (Scherder o.fl., 2010). Einnig getur lítil virkni leitt til skertrar sjáljargargetu og aukið líkur á hegðunarvanda einstaklinga með heilabilun (Finnegan o.fl., 2015). Fjötrum eða öryggisbúnaði er oar beitt meðal einstak- linga með hegðunarvanda en annarra íbúa (Kales o.fl., 2015). Markmiðið með notkun þeirra getur verið að draga úr líkum á byltum eða að íbúi fari sér á voða (Hofmann o.fl., 2015). Af- leiðingar ötranotkunar geta hins vegar verið umtalsverðar fyrir einstaklinginn. Sýnt hefur verið fram á að vitsmunageta einstaklingsins skerðist o og tíðum, hegðunarvandi eykst og hróp og köll verða tíðari. Einnig eru bráðainnlagnir á sjúkra- hús og ótímabært andlát algengari meðal þessara einstaklinga (Hofmann o.fl., 2015). Rannsóknir hafa einnig sýnt að skilningur umönnunar - aðila á orsökum og eðli hegðunarvanda og annarra atferlis- og taugasálfræðieinkenna er o og tíðum lítill og jafnframt eru þetta einkenni sem aðstandendum og umönnunaraðilum finnst hvað erfiðast að takast á við (Teles o.fl., 2020). Um önnun einstaklinga með heilabilun getur verið mjög flókin og streitu- valdandi, sérstaklega í ljósi þess að meðferðin krefst einstak- lingsbundinnar nálgunar þar sem engin ein meðferð hentar öllum (Kales o.fl., 2015). Hegðunarvandi er alvarlegt einkenni sem skerðir lífsgæði einstaklingsins, veldur streitu og vanlíðan hjá ættingjum og krefst viðeigandi meðferðar. Því er mikilvægt að afla þekkingar á hvernig hegðunarvandi birtist á íslenskum hjúkrunarheim- ilum til að hægt sé að veita viðeigandi meðferð. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni hegðunar- vanda hjá íbúum á íslenskum hjúkrunarheimilum og tengsl hans við vitræna skerðingu, þunglyndi, verki, virkni og notkun ötra. AÐFERÐ Rannsóknin var megindleg, aursýn og lýsandi. Þetta rann- sóknarsnið er talið gagnlegt til að lýsa tengslum milli fyrirbæra í þýði fremur en gefa til kynna orsakasamhengi (Polit og Beck, 2012). Rannsóknarsniðið var valið í þeim tilgangi að varpa ljósi á tengsl ýmissa breyta við hegðunarvanda hjá íbúum hjúkrunarheimila, skoða hvort tengslin séu tölfræðilega mark- tæk og setja fram ályktanir eða tilgátur sem síðan má nota til frekari rannsókna. Þau gögn sem notuð voru í rannsókninni voru fengin úr RAI-gagnagrunni sem Embætti landlæknis hefur umsjón með. Breytur og kvarðar voru valdir út frá markmiði rann- sóknarinnar. Úrtak Í þýðinu voru allir einstaklingar sem dvöldust á hjúkrunar- heimilum á landinu á árinu 2014. Í úrtakinu voru allir heim- ilismenn sem voru metnir með interRAI MDS 2.0 matstækinu á hjúkrunarheimilum á öllu landinu. Samtals voru þetta 2596 einstaklingar, ef einhver þeirra átti fleiri en eitt interRAI MDS 2.0 mat árið 2014 var í rannsókninni notað nýjasta mat hvers einstaklings. sólveig hrönn gunnarsdóttir og ingibjörg hjaltadóttir 72 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.