Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 74

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 74
aðstoð við daglegar athafnir á síðastliðnum sjö dögum. Þá var meðaltal einkenna um hegðunarvanda, sem endurspeglar tíðni og umfang hegðunarvandans, mest hjá einstaklingum með blandað form heilabilunar og minnst hjá einstaklingum sem ekki höfðu heilabilunarsjúkdóma (sjá töflu 1). Þunglyndi Þegar tíðni þunglyndis var könnuð eir tegund vitrænnar skerðingar kom í ljós að ekki var marktækur munur á hóp- unum. Tíðni þunglyndis meðal íbúanna var 43,3% (n = 1124) og reyndist ekki marktækur munur eir sjúkdómsgreiningu (= 7,685; p > 0,05). Kannað var hvort munur væri á sjúkdómahópum hvað varðar alvarleika þunglyndis og kom í ljós marktækur munur á meðaltölum hópanna ögurra (sjá töflu 2). Einstaklingar með blandað form heilabilunar voru með hæstu gildin á þunglyndiskvarða eða 3,31 stig að meðaltali. Kannað var með Tukeys-prófi hjá hvaða hópum munurinn var marktækur og kom í ljós að einungis var marktækur munur á einstaklingum sem ekki voru með heilabilun (2,40 stig) og ein- staklingum með alzheimer (3,03 stig; p < 0,001) og hins vegar einstaklingum sem ekki voru með heilabilun (2,40 stig) og ein- staklingum með önnur elliglöp en alzheimer (2,84 stig; p = 0,018). Þunglyndi og hegðunarvandi Jákvæð fylgni var á milli þunglyndis og hegðunarvanda. Því fleiri stig sem viðkomandi fékk á þunglyndiskvarða því meiri var hegðunarvandinn (sjá töflu 3). Verkir Einstaklingar sem voru verkjalausir voru 32,0% (n = 832), 37,1% (n = 962) voru með verki sjaldnar en daglega og 30,9% (n = 802) einstaklinga í úrtakinu voru með verki daglega. Þegar styrkur verkjanna var kannaður kom í ljós að 48,2% (n = 851) íbúanna voru með miðlungsverki og hjá 13,2% (n = 238) einstaklinganna voru verkir stundum mjög slæmir eða óbærilegir. Marktækur munur var á verkjum á verkjakvarða og þess hvort viðkomandi var með heilabilunarsjúkdóma eða ekki. Einstaklingar sem ekki voru með heilabilun voru með fleiri stig á verkja kvarða en einstaklingar með önnur elliglöp en alzheimer og einnig fleiri stig en einstaklingar með alzhei- mers-sjúkdóm (p < 0,0001) (sjá töflu 2). sólveig hrönn gunnarsdóttir og ingibjörg hjaltadóttir 74 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 Tafla 1. Meðaltal hegðunarvanda1 eir sjúkdómsgreiningu með Kruskal-Wallis-prófi Meðaltal (0–3 stig) Kíkvaðrat χ2 p df Árásargjarn í orði 215,508 < 0,0001 3 Alzeimer 0,39 Önnur elliglöp en alzheimer 0,23 Blandað form heilabilunar 0,39 Ekki heilabilun 0,09 Árásargjarn í verki 82,035 < 0,0001 3 Alzeimer 0,32 Önnur elliglöp en alzheimer 0,20 Blandað form heilabilunar 0,34 Ekki heilabilun 0,07 Ráfar um án sýnilegs tilgangs 294,65 < 0,0001 3 Alzeimer 1,16 Önnur elliglöp en alzheimer 0,64 Blandað form heilabilunar 1,15 Ekki heilabilun 0,20 Ósæmileg félagsleg hegðun 85,129 < 0,0001 3 Alzeimer 0,57 Önnur elliglöp en alzheimer 0,42 Blandað form heilabilunar 0,89 Ekki heilabilun 0,23 Hafnar umönnun 134,175 < 0,0001 3 Alzeimer 0,85 Önnur elliglöp en alzheimer 0,56 Blandað form heilabilunar 0,96 Ekki heilabilun 0,31 1 Hverju einkenni voru gefin eirfarandi stig: 0: hegðun ekki til staðar; 1: einkenni til staðar í einn til þrjá daga; 2: einkenni til staðar í óra til sex daga á síðastliðnum sjö dögum; 3: einkenni til staðar daglega síðustu sjö dagana

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.