Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 76

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 76
Fjötranotkun Alls voru einhvers konar ötrar notaðir við umönnun 77,3% einstaklinganna (n = 2007). Hins vegar var hlutfall íbúa með líkamsötra einungis 3,5% (n = 92). Könnuð voru tengsl milli ötranotkunar og heilabilunarsjúkdóma og kom í ljós að ekki mældust marktæk tengsl milli þess hvort viðkomandi væri með einhverja ötra og sjúkdómsgreiningar (χ2 = 3,502; p = 0,320). Rúmgrindur báðum megin, líkamsötrar eða stóll sem hindrar að íbúinn geti staðið upp var notaður við umönnun 36,7% (953) íbúa í rannsókninni (mynd 1). Fjötranotkun og hegðunarvandi Marktæk veik fylgni var á milli þess hvort íbúi væri með ein- hverja ötra, þ.e. stórar grindur báðum megin, hálfa grind öðrum megin, líkamsötra, útlimaötra eða stól sem hindrar að íbúi getið staðið upp, og einkenna um hegðunarvanda. Því fleiri ötra, sem viðkomandi einstaklingur hafði, því meira var um árásargirni í orði (Spearmans-ró = 0,059; p = 0,003), árás- argirni í verki (Spearmans-ró = 0,115; p < 0,0001), ósæmilega hegð un (Spearmans-ró = 0,145; p < 0,0001) og þess að hafna umönnun (Spearmans-ró = 0,107; p < 0,0001). Fylgnin var hins vegar mjög veik (sjá töflu 3). Mynd 1. Hlutfall þeirra sem nota ákveðna tegund af ötrum. UMRÆÐUR Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að einkenni um hegð - unarvanda voru einkum hjá einstaklingum með blandað form heilabilunar og minnst hjá einstaklingum sem ekki höfðu heilabilunarsjúkdóma. Einkenni um hegðunarvanda, sem olli andlegri vanlíðan hjá íbúanum eða var truflandi fyrir aðra heimilismenn eða starfsfólk, var nokkuð mikil í rannsókninni eða frá 11% til 31% og er það í samræmi við niðurstöður er- lendra rannsókna. Rannsókn Galindo-Garre og félaga (2015) sýndi svipaðar niðurstöður en þar var hlutfall einstaklinga sem voru árásargjarnir í verki 15%. Í rannsókn Auer og félaga (2018) kom í ljós að 80% íbúa hjúkrunarheimilis í Austurríki sýndu eitt eða fleiri einkenni um hegðunarvanda og er það mun hærra hlutfall en í þessari rannsókn. Heildarhlutfall íbúa með þunglyndi í þessari rannsókn var 43% og er það svipað hlutfall og greint hefur verið frá í öðrum rannsóknum. Þunglyndi virðist samkvæmt niðurstöðum þess- arar rannsóknar vera algengt bæði hjá einstaklingum með heilabilun og þeim sem ekki þjást af slíkum sjúkdómum þar sem ekki var marktækur munur á tíðni þunglyndis eir sjúk- dómsgreiningu íbúana. Í rannsókn Ellard og félaga (2014) kom fram að hlutfall þunglyndis meðal íbúa á hjúkrunarheimilum var um 40%. Önnur rannsókn Hartford og samstarfsmanna (2017) sýndi svipaðar niðurstöður þar sem 43% einstaklinga með heilabilun þjáðust af þunglyndi sem tengdist vitrænni skerðingu og skertri getu til daglegra athafna. Í niðurstöðum þessarar rannsóknar kemur einnig fram að marktæk fylgni sé milli alvarleika þunglyndis og hegðunar- vanda. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður Galindo-Garre og félaga (2015) sem stóðu fyrir rannsókn í Þýskalandi með interRAI-matstækinu og leiddu í ljós að það sem helst stuðlaði að því að íbúi neitaði umönnun eða sýndi árásargjarna hegðun var skortur á skilningi íbúans og þung- lyndi. Framangreind einkenni hafa veruleg áhrif á lífsgæði ein- staklinga og því er markviss greining og rétt meðferð þung - lyndis hjá einstaklingum með heilabilun mikilvæg til að draga úr hegðunarvanda. Jafnframt er þörf fyrir þekkingu á annarri meðferð en lyameðferð til að meðhöndla og fyrirbyggja þung - lyndi og hegðunarvanda, s.s. ölbreyttri afþreyingu og við - bótar meðferð. Nýleg rannsókn bendir til að slík meðferð sé veitt á flestum hjúkrunarheimilum en samt sem áður sé þörf fyrir aukna þekkingu og stuðning til að styrkja starfsfólk í að veita slíka meðferð (Ingibjörg Hjaltadóttir o.fl., 2019). Í rannsókn á íbúum íslenskra hjúkrunarheimila voru alls 31% íbúanna með verki daglega og um 37% voru með verki sem voru sjaldnar en daglega. Enn fremur kom í ljós að af þeim sem voru með verki voru 48% með miðlungsmikla verki og hjá 13% voru verkirnir stundum mjög slæmir eða óbærilegir. Þetta er í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna sem hafa bent til að verkir væru algengir hjá íbúum hjúkrunarheimila og að allt að 50% einstaklinga á hjúkrunarheimilum þjáist af verkjum (Auer o.fl., 2018). Enn fremur sýna aðrar rann sóknir að verkir eru oar til staðar hjá einstaklingum með vitræna skerðingu og skerta getu til daglegra athafna (Björk o.fl., 2016). Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að því meiri verki sem einstaklingur hafði á verkjakvarða því meiri var hegðunarvandinn, en fylgnin var hins vegar veik. Í rannsókn Ahn og Horgas (2013) frá Flórida voru könnuð tengsl verkja og hegðunarvanda. Niðurstöður þeirra leiddu í ljós að einstaklingar með slæma verki voru ólík- legri til að ráfa en aðrir íbúar en líklegri til að sýna árásargjarna hegðun heldur en þeir sem ekki voru með verki. Þessar niðurstöður gefa til kynna að árangursrík verkja - meðferð geti verið hjálpleg til að draga úr árásargirni og óró- leika hjá fólki með heilabilun. Nákvæmt verkjamat hjá ein - staklingum sem ekki geta tjáð sig er flókið og því þarf að tryggja að starfsfólk noti viðeigandi matstæki og hafi þekkingu til að veita ölbreytta og einstaklingsmiðaða verkjameðferð. sólveig hrönn gunnarsdóttir og ingibjörg hjaltadóttir 76 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 70,5% 48,4% 96,5% 100,0% 96,3% 2,9% 13,9% 0,8% 0,8% 26,6% 37,6% 2,7% 2,9% 0,0% 10,0% 20,0% 30,0% 40,0% 50,0% 60,0% 70,0% 80,0% 90,0% 100,0% 1. Stórar grindur báðu megin 2.Aðrar gerðir af rúmgrindum 3. Líkams"ötrar 4.Útlima"ötrar 5 Stóll sem hindrar að íbúinn standi upp 0 Ekki notað 1 Notað sjaldnar en daglega 2 Notað daglega Stórar grindur Aðrar gerðir Líkams- Útlima- Stóll sem hindr- báðum megin af rúm- ötrar ötrar ar að íbúinn grindum standi upp Ekki notað Notað sjaldnar en daglega Notað daglega
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.