Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 80

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 80
Útdráttur Inngangur: Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability As- sessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar. Aðferð: WHODAS 2.0 var þýtt úr ensku. Þá var það lagt fyrir og rætt í rýnihópi fólks í endurhæfingu og leiddi það til minniháttar breyt- inga. Bakþýðing staðfesti samhljóm íslensku útgáfunnar við upp- runalegu ensku útgáfuna. Þýðingin var þá lögð fyrir tvo hópa. Fyrri hópurinn (n = 81) var fólk sem var að hea endurhæfingu en það svaraði WHODAS einu sinni auk þess að svara SF-36v2-spurninga- listanum. Í síðari hópnum (n = 67) var fólk í viðhaldsþjálfun sem glímdi við hjarta- eða lungnasjúkdóma. Það svaraði WHODAS 2.0 tvisvar með 2 vikna millibili. Innri áreiðanleiki var prófaður með Cronbachs-alfa, áreiðanleiki endurtekinna mælinga með innan- flokksfylgnistuðli og samtímaréttmæti við SF-36v2 var prófað með fylgnistuðli Spearmans. Niðurstöður: Innri áreiðanleiki var á bilinu 0,83–0,98 fyrir mæli- tækið í heild og alla undirkvarða þess. Áreiðanleiki endurtekinna mælinga reyndist 0,77–0,94. Fylgni milli WHODAS 2.0 og SF-36v2 var marktæk fyrir alla undirkvarða sem snúa að skyldum heilsu- tengdum þáttum (r = –0,25 til –0,7, p < 0,05) eða í 36 af 48 tilfellum. Ályktanir: Próffræðilegir eiginleikar íslensku þýðingarinnar á WHO- DAS 2.0 eru góðir. Íslenska þýðingin er framlag til heilbrigðisþjón- ustu og rannsókna á Íslandi og auk þess opnast möguleikar á þátttöku Íslands í alþjóðlegum rannsóknum á færni og fötlun. Lykilorð: WHODAS 2.0, íslenska, réttmæti, áreiðanleiki, SF-36v2 Inngangur Þróun í heilbrigðisvísindum og bætt lífskjör í hinum vestræna heimi síðustu áratugina hafa orðið til þess að æ fleiri glíma við langvinna sjúkdóma og færniskerðingu af ýmsu tagi (World Health Organization [WHO], 2011). Þessi ölgun kallar á aukna þverfaglega nálgun í heilbrigðisþjónustu og jafnframt aukið samráð við skjólstæðinga (Atwhal o.fl., 2014; Entwistle og Watt, 2013) þar sem heildræn, einstaklingsmiðuð þjónusta eflir færni og lífsgæði þeirra sem glíma við heilsubrest (Morgan og Yoder, 2012). Alþjóðlega flokkunarkerfið um færni, fötlun og heilsu (e. Inter national Classification of Functioning, Disability and Health, ICF) var gefið út af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (World Health Organization) árið 2001. Það byggist á ICF-lík- aninu (mynd 1), sem samþættir hið líflæknisfræðilega og hið sálfélagslega heilsulíkan til að draga upp heildræna mynd af færni og fötlun. Meginhugtak ICF er færni og birtist hún í þremur víddum sem líkamsstarfsemi/líkamsbygging, athafnir og þátttaka. Fötlun, sem er andstæðan við færni, birtist hins vegar sem skerðing á líkamsstarfsemi/líkamsbyggingu, höml - un við athafnir og takmörkuð þátttaka. Öll þessi fyrirbæri eru afleiðing af samspilinu milli heilsufars einstaklingsins og aðstæðna hans (Guðrún Pálmadóttir, 2013; Stucki o.fl., 2007; WHO, 2001). ICF-flokkunarkerfinu er ætlað að skapa samræmt og staðl - að orðfæri ásamt umgjörð til að lýsa heilsu fólks og heilsu- tengdri færni við þær aðstæður sem það býr. ICF snýr því bæði að heilsusviðum og heilsutengdum sviðum frá líkamlegu, ein- staklingsbundnu og samfélagslegu sjónarhorni (WHO, 2001; WHO o.fl., 2015). ICF-flokkunarkerfið hefur tvo meginstofna, annan fyrir færni og fötlun og hinn fyrir aðstæður. Færni- og fötlunarstofninn deilist í hlutana líkamsstarfsemi og líkams- byggingu annars vegar og athafnir og þátttöku hins vegar, og aðstæðustofninn greinist í umhverfisþætti og einstaklings- bundna þætti. Þessir órir hlutar greinast síðan í undirflokka 80 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 Hafdís Hrönn Pétursdóttir 1,2, Ragnheiður Harpa Arnardóttir 1,2,3 Guðrún Pálmadóttir1 Íslensk þýðing WHodAs 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar 1 Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri 2 Endurhæfingardeild Sjúkrahússins á Akureyri, Kristnesi 3 Lungna-, ofnæmis- og svefnrannsóknasvið Læknavísindadeildar Uppsala - háskóla í Svíþjóð Nýjungar: Réttmætt og áreiðanlegt mælitæki á íslensku til að skoða færni og fötlun fólks óháð sjúkdómsgreiningum og aðstæðum. Hagnýting: Mælitækið nýtist til að meta þjónustuþörf, skipu- leggja skjólstæðingsmiðaða meðferð og meta áhrif hennar á færni fólks. Viðbót við þekkingu: Sambærilegt mælitæki hefur ekki áður verið þýtt og rannsakað við íslenskar aðstæður. Áhrif á störf fagfólks í heilbrigðisþjónustu: WHODAS 2.0 er sjálfsmatstæki sem byggist á þverfaglegum grunni og getur því eflt bæði skjólstæðingsmiðaða nálgun og þverfaglega samvinnu. Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.