Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 85

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 85
margar spurningar snúist um sama fyrirbærið (Terwee o.fl., 2007; Field, 2018). Niðurstöðurnar hér eru einna líkastar niðurstöðum í Noregi og Kína enda var þýðið í Noregi líkt því íslenska og aldur og heilsufarsvandi kínversku þátttakendanna af svipuðum toga. Menning Íslands og Kína er hins vegar ólík og þessi líkindi eru því vísbending um notagildi WHODAS 2.0 þvert á menningarheima. Í þessari rannsókn var innri áreiðanleiki lægstur fyrir undirkvarðann samskipti sem er svipað og í erlendu rannsóknunum og alla jafna skýrt með lágu svarhlutfalli við spurningunni um kynlíf (Castro o.fl., 2018; Koumpouros o.fl., 2018; Moen o.fl., 2017). Hið sama gæti gilt um okkar rannsókn því margir slepptu að svara þessari spurn- ingu. Það kann að hafa ha áhrif á niðurstöðurnar þótt hægt sé að fylla í eyðurnar með meðaltali annarra svara þátttakand- ans úr viðkomandi undirkvarða þegar einungis vantar eitt eða tvö svör, samkvæmt handbók um WHODAS 2.0 (Üstün o.fl., 2010a). Í heild voru niðurstöðurnar fyrir innri áreiðanleika nálægt því sem best gerist í rannsóknum á mælitækinu er- lendis og þetta á líka við þótt menning landanna sé ólík (Cheung o.fl., 2015; Chiu o.fl., 2014; Ćwirlej-Sozańska o.fl., 2018). Áreiðanleiki endurtekinna mælinga var einnig góður, þ.e. ICC hærri en 0,75 (Koo og Li, 2016), og í samræmi við er- lendar rannsóknir þar sem hann hefur oast mælst á bilinu 0,80–0,95, bæði fyrir undirkvarðana og mælitækið í heild (Fe- derici o.fl., 2017). Innanflokksfylgnistuðullinn var hér hæstur fyrir undirkvarðana dagleg störf og að komast um og fyrir mæli - tækið í heild, og það er í fullu samræmi við niðurstöður er- lendra þýðingarrannsókna (Chiu o.fl., 2014; Ćwirlej-Sozańska o.fl., 2018; Koumpouros o.fl., 2018; Moen o.fl., 2017). Fylgni - stuðullinn var lægstur fyrir samskipti, en svo var einnig í Portúgal (Silva o.fl., 2013). Þar sem heilsufar svarenda var stöðugt yfir tímabilið er skýring á lægri stuðli í þessum undir - kvarða að líkindum sú sama og nefnd var hér áður varðandi innri áreiðanleika, þ.e. að einni spurningu innan kvarðans er o ósvarað og var það ívið algengara við síðari fyrirlögnina. Fylgnistuðullinn fyrir eigin umsjá var næstlægstur eins og í Póllandi og Taiwan en í Noregi var hann lægstur (Chiu o.fl., 2014; Ćwirlej-Sozańska o.fl., 2018; Moen o.fl., 2017). Hér er því einnig mikill samhljómur við erlendu þýðingarrannsóknirnar þótt þátttakendur þar séu o heldur yngri og frá ólíkum mál- og menningarsvæðum. Áreiðanleiki endurtekinna mælinga var prófaður meðal 55 þátttakenda, en samkvæmt COSMIN gát- listanum telst slíkur samanburður fyllilega trúverðugur ef þátt- takendur eru 50 eða fleiri (Mokkink o.fl., 2019). Fylgnin milli WHODAS 2.0 og SF-36v 2 var marktæk milli undirkvarðans þátttaka og allra átta kvarðanna í SF-36v2 og að minnsta kosti meðalsterk í sjö tilvikum af átta. Svipaða niðurstöðu má sjá í norsku rannsókninni (Moen o.fl., 2017) þar sem þýðið var fólk í endurhæfingu, eins og í þessari rann- sókn, og meðalaldur þátttakenda svipaður. Í norsku rannsókn- inni var fylgnin milli þátttökukvarða WHODAS 2.0 og félags- legrar virkni í SF-36v2 sterkust, líkt og í okkar rannsókn. Sam- bærileg tengsl er einnig að finna við þennan sama kvarða í grísku rannsókninni (Koumpouros o.fl., 2018) þótt þátttak- endur þar hafi verið heldur eldri en hér. Sterk tengsl þátt - tökukvarðans við alla kvarða SF-36v2 má telja rökrétt þar sem sá kvarði spannar víðara hugtak en aðrir undirkvarðar (WHO, 2001; WHO o.fl., 2015). Þessi skýru tengsl heilsutengdra lífs- gæða við þátttöku benda líka til þess að mælingar á heilsu- tengdum lífsgæðum endurspegli þátttöku að allnokkru leyti, eins og aðrir hafa bent á (Salter o.fl., 2005). Fylgnin var einnig sterk á milli undirkvarðans skilningur og boðskipti í WHODAS 2.0 og kvarðanna geðheilsu og félagslegrar virkni í SF-36v2. Hin sterka fylgni á milli undirkvarðans samskipti í WHODAS 2.0 og kvarðanna geðheilsu og félagslegrar virkni í SF-36v2 fylgir sama mynstri og niðurstöður norsku rannsóknarinnar þótt fylgnistuðlarnir séu almennt hærri í okkar rannsókn. Þegar skoðaðir eru kvarðarnir í WHODAS 2.0 sem lýsa fyrst og fremst líkamlegu atgervi fólks þá var sterkustu fylgnina að finna annars vegar á milli kvarðans að komast um í WHODAS 2.0 og líkamlegrar virkni í SF-36v2 og hins vegar milli daglegra starfa í WHODAS 2.0 og líkamlegs hlutverks í SF-36v2, en sambærilegar niðurstöður má sjá í rannsókninni frá Noregi (Moen o.fl., 2017). Í heild má segja að niðurstöðurnar sýni að minnsta kosti meðalsterka fylgni alls staðar þar sem þess var vænst nema fyrir undirkvarðann eigin umsjá þar sem fylgnin var fremur veik en þó marktæk. Niðurstöður okkar og sam- anburður þeirra við erlendar rannsóknir benda því sterklega til þess að hin íslenska þýðing WHODAS 2.0 sé bæði réttmæt og áreiðanleg. Helstu takmarkanir rannsóknarinnar eru að úrtakið var til- tölulega lítið og meðalaldur þátttakenda frekar hár enda meiri líkur á heilsubresti með hækkandi aldri. Svörun við spurningum um vinnu og nám var því í lægri kantinum. Úrtakið var einnig nokkuð einsleitt miðað við fólk í endurhæfingu en þriðjungur þátttakenda var í hjarta- og lungnaendurhæfingu. Styrkur rann- sóknarinnar er hins vegar sá að gagna var leitað í tveimur mis- munandi úrtökum og svarhlutfall var gott auk þess sem niður - stöðurnar ríma vel við niðurstöður erlendra rannsókna. Gildi rannsóknarinnar felst í aðgengi fagfólks og rannsak- enda að réttmætu og áreiðanlegu mælitæki á íslensku til að skoða færni og fötlun fólks á Íslandi þvert á sjúkdómsgrein- ingar og aðstæður. Þetta eykur einnig möguleika Íslands til að taka þátt í alþjóðlegum rannsóknum, til dæmis á stöðu ákveð - inna hópa og árangri þjónustu við fólk með skerta færni af ólíkum toga. Frekari útfærslu er samt þörf, til dæmis væri æskilegt að staðfesta uppbyggingu kvarða íslenskrar útgáfu WHODAS 2.0 með leitandi þáttagreiningu en til þess þarf stærra úrtak. Einnig væri áhugavert að skoða sérstaklega næmi íslensku þýðingarinnar til að skera úr um notagildi mælitækis - ins í árangursmælingum. Mælitækið opnar nýja möguleika fyrir fagfólk í heil- brigðisþjónustu, ekki síst þá hjúkrunarfræðinga sem gegna ábyrgðarstöðum og stýra þjónustu t.d. á hjúkrunarheimilum eða í heimaþjónustu. Mat með WHODAS 2.0 lætur í té upp - lýsingar um færni skjólstæðinga á mismunandi sviðum dag- legs lífs og leggur þannig góðan grunn að skipulagningu heild - ar þjónustu og verkaskiptingu fagfólks í þverfaglegu teymi. Niður stöður mælitækisins byggjast á mati skjólstæðingsins sjálfs og það er grundvallaratriði í einstaklingsmiðaðri þjón- ustu. ritrýnd grein • scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.