Heimilispósturinn - 16.04.1951, Qupperneq 4
mótað. Vindlarnir, sem menn
reyktu þá hér, voru nær ein-
göngu unnir í þessum verk-
smiðjum. Ástæðan til þess að
verksmiðjan lagðist niður,
nokkru eftir að ég kom hingað,
að því er mig minnir, var sú,
að þingmennirnir, komust að
raun um, að tolltekjur myndu
vaxa með því að gera innflytj-
endum að greiða sömu gjöld af
vindlum og óunnu tóbaki, en
tollar af því höfðu verið mjög
lágir. Vitanlega hækkuðu toll-
tekjurnar, eins og ráð hafði
verið fyrir gert, en grundvöll-
urinn, sem verksmiðjurnar
höfðu verið reistar á, var ekki
framar til, og nú vita fáir, sem
sjá brunarústirnar í Kirkju-
stræti, að þar uppi var einu
sinni „Cigarfabrikken Hekla“.
Cigarfabrik? Var þetta ekki
íslenzk verksmiðja?
Jú, en allt mál, — sennilega
einkum allt það, sem laut að
verzlun — var mjög dönsku-
skotið í þann tíð. Ég minnist
þess t. d., að á úttektarnótur
var sjaldan skrifað orðið
„sjálfur“, þegar sá, sem skrifað
var hjá, hafði tekið vöruna út,
heldur „selv“. Það var gömul
venja, — og þótti fínna.
Voruð þér lengi hjá Gunnari
frænda yðar?
Nei. Ekki nema 3 ár. Þaðan
fór ég til verzlunarinnar Edin-
borg og árið 1913 gerðist ég
starfsmaður Th. Thorsteinsson-
ar og vann um tíma í nýlendu-
vörudeildinni í kjallaranum á
Vesturgötu 3, þar sem verzlun
Fossbergs er nú. í þá daga unnu
margir hjá Thorsteinsson, sem
síðar hafa orðið mjög kunnir
verzlunarmenn hér í bænum,
enda verzlun hans mjög til fyr-
irmyndar um flest. Við þurftum
margt að gera, sem verzlunar-
menn myndu nú kunna illa við,
t. d. að byrja daginn með því
að kveikja upp í kolaofninum,
að ógleymdum „hlauparastörf
unum“.
Hvað var það?
Kaffi var malað í kvöm í
búðinni, en kvörninni var snú-
ið með þeim hætti, að hún var
stigin líkt og reiðhjól, og vor-
um við því stundum uppnefnd-
ir og kallaðir „hlaupararnir“.
Vinnutími verzlunarfólks var
þá miklu lengri en nú gerist,
eða frá kl. 9 á morgnana til 8
að kvöldi.
Hvað finnst yður einkum ólíkt
með verzlunarháttum þá og nú ?
Þessari spurningu verður
ekki svarað, svo sæmilegt megi
kalla, nema í löngu máli og með
mörgum dæmum, en fyrsta
orðið, sem mér dettur í hug að
svara með, er: Allt. Það eru þó
ugglaust ýkjur, en verzlunar-
hættirnir eru svo ólíkir, að ó-
mögulegt er að nefna þá í
sömu andránni, nema til þess
að gera ljósan mismun tveggja
andstæðna, myrkurs og Ijóss,
frelsis og kúgunar.
Hér ríkti þá algjört verzlim-
arfrelsi. Kaupmaður gat flutt
út íslenzkar afurðir og keypt
erlendis fyrir andvirðið þann
varning, sem hann kærði sig
um að fá, án þess að þurfa
nokkurn um að spyrja. Hann
gat einnig fengið skipt íslenzku
fé í erlenda mynt í bönkum og
ráðstafað til vörukaupa hvar
sem var eftir sínum geðþótta.
2
HEIMILISPÓSTURINN