Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 5

Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 5
Verðlagsákvæði voru engin, en samkeppnin olli því, að sá, sem ekkert hafði á boðstólum nema dýra eða lélega vöru, fékk eng- an til að skipta við sig og fór því réttilega á hausinn. Skyn- samleg vörukaup tryggðu í senn hagsmuni seljenda og kaupenda, og góður kaupmaður var sá einn, sem hafði á boð- stólum góða og ódýra vöru. Samkeppnin Var því verðlags- eftirlit þess tíma og var alveg ábyggilega óskeikulli en við- skiptavitringar skipulagningar- arinnar nú á dögum og hollari þjóðfélaginu öllu. Voru þess eJclci dæmi, að kaup- menn hefðu samtöíc um að hálda uppi vöruverði? Nei. Þvert á móti. Samkeppn- in var ábyggilega þá allt ann- að og meira en nafnið tómt. Fræg í því sambandi er sagan um eldspýtna búntin, sem Thomsens- og Edinborgarverzl- anir kepptust um að setja nið- ur, eða þegar Hjalti Sigurðs- son, verzlunarstjóri í Edinborg, fann upp það snjallræði að aug- lýsa einhverja tiltekna vöruteg- und, sem seld yrði með miklum afslætti, — oft næstum inn- kaupsverði — einn dag viku í senn, kaffi þessa vikuna, rúg- mjöl þá næstu o. s. frv., — auð- vitað til þess að lokka við- skiptavinina. Það var ekki ein- ungis samkeppni um að hafa alltaf á boðstólum góða og ó- dýra vöru, heldur einnig, að öll afgreiðsla væri með þeim hætti, að viðskiptavinirnir fyndu, að þeir væru velkomnir í búðina. En nú? Samkeppnin beinist nú að því að verða fyrstur á morgnana til að ná í númer biðstofunnar hjá einhverri nefndinni eða ráð- inu, og svo er keppzt um að bíða, bíða og skrifa, útfylla eyðublöð í tvíriti, þríriti, og bíða, skrifa og bíða. Tímaþjófn- aðurinn, sem fylgir þessu fyrir- komulagi, er einn út af fyrir sig ærin ástæða til þess að af- nema það, og óhollustan í þessu andrúmslofti haftanna er eink- um óþolandi okkur, sem gamlir erum í hettunni og alizt höfrnn upp við opna glugga. Við vitum, að þetta er ekki að öllu leyti sök íslenzkra yfir- valda, því haftastefnan er ekki eingöngu heimatilbúin, en við teljum þó, að miklu lengra hafi verið gengið í ófrelsisáttina en þörf var á, og því fyrr, sem við getum aftur horfið til hinna gömlu, frjálsu verzlunarhátta, því betur vegni bæði verzlunar- stéttinni og öllum öðrum þegn- um þessa lands. Hin frjálsa samkeppni getur ein útrýmt þeirri spillingu, sem ófrelsi liðnu áranna hefur skap- að, en heilbrigðir verzlunar- hættir eru lífsnauðsyn hverrar þeirrar þjóðar, sem vill lifa lengi og farsællega í landi sínu.“ S. Ég þekki mann, sem er svo líkur yður, að það er varla hægt að þekkja ykkur i sundur.“ „Hm, hm, — heyrið þér! Þér haf- ið vonandi ekki borgað honum hundr- að krónurnar, sem ég lánaði yður i fyrra?“ * „Ég er i svoleiðis skapi, að mig langar til þess að syngja allan dag- inn.“ „Ó, það vildi ég, að ég gæti gert eitthvað til þess að hugga þig.“ HEIMILISPÖSTURINN 3

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.