Heimilispósturinn - 16.04.1951, Page 16

Heimilispósturinn - 16.04.1951, Page 16
KENRY TREECE: Orlofsferð Vikapiltur fisksalans barði fast á eldhúshurðina, tók sér hvíld, plokkaði með mestu nákvæmni málningarskóf af gömlum viðnum, beit í hana með skjannahvítum tönnunum, tuggði hana eitt andartak, skyrpti henni því næst í freknóttan lófann, athugaði hana með vísindalegri gaumgæfni, rankaði við erindi sínu og barði aftur. Eftir svo sem minútu kom frú Agnes Wilkes til dyra. „Hvað er þér á höndum?" sagði hún. ,,Ég átti að skila, að systir þin væri niðri á stöð með farangur sinn og páfagauk og að hún væri að fá\ fyrir hjartað og að hún vildi fá að vita, hve lengi þið ætlið að láta hana v bíða, þangað til þið sendið vagninn eftir henni, því hún er ákaflega fót- sár, sérstaklega í þessu veðri,“ svar- aði strákur. ,,Gaf hún þér nokkuð ?“ spurði frú Wilkes. „Ekki neitt,“ svaraði strákur; „hún sagðist ekki hafa minna en hundrað- krónaseðil, og hann væri saumaður þar sem hún gæti ekki náð til hans í snatri." „Jæja," sagði frú Wilkes, sneri sér til hálfs inn í eldhúsið og kallaði: „Georg, Georg, áttu nokkra smápen- inga?" Wilkes kom til dyra, andstuttur og sextugur og sló á lærið með Morg- unblaðinu: „Til hvers, kona?" sagði hann. Agnes deplaði framan í hann aug- unum: „Gefðu stráknum krónu og láttu hann fara niður á stöð og skila, að við skulum senda þangað eins fljótt og við getum." „Senda? Senda hvað? Krónu til hvers?“ spurði herra Wilkes. „Og hvað augnagotur eru þetta um þetta leyti dags?“ „Hægan, Georg," sagði kona hans; „gerðu eins og ég segi.“ Strákurinn stakk krónunni í vas- ann, náði í græna hjólgarminn sinn og renndi sér niður götuna og söng: „Kátir voru karlar." Agnes sneri sér að manni sínum til þess að eyða hinni átakanlegu furðu i augum hans. „Elísa er komin. Hún er niðri á stöð og vill láta senda sér hestvagninn. Hún er með páfa- gaukinn." Herra Wilkes sneri imdan og gekk inn göngin til dagstofunnar. Hann var niðurlútur eins og maður, sem hefur verið sleginn og getur ekki greitt högg í móti. „En við eigum engan hestvagn," sagði hann. „Við seldum hann i fyrra, þegar Skjóna var dauð.‘“ „Veit ég vel,“ sagði Agnes, „en það getum við ekki 'sagt henni. ViS verðum að fá Svein til þess að sækja hana í bílnum sínum. Símaðu til hans." „Eg veit ekki númerið hans,“ svar- aði Wilkes. „Enda veiztu, að við tölumst ekki við síðan um kvöldið i Rótarýklúbbnum. t>ú gerir það, Agn- es, það er betra, að þú biðjir hann.“ „Það yfirgengur minn skilning, 14 HEIMILISPÖSTURINN

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.