Heimilispósturinn - 16.04.1951, Síða 19
að sleppa bollanum og styðja sig
við eitthvað, og þá vildi svo illa til,
að kerið varð fyrir hendinni. Stútur-
inn brotnaði af.“ '
Elísa horfði ásökunaraugum á
systur sína. „Brotnaði bollinn?"
spurði hún.
Systir hennar kinkaði kolli, og nú
seytlaði tár niður kinnina.
Elisa tók aftur til orða, ósveigj-
anleg eins og guð: ,,Var það einn
af sparibollunum hennar mömmu?"
Agnes spratt snöggt upp frá borð-
inu og flýði með ekka út í eldhús.
Georg klakaði eins og hæna, sem
veit ekki sitt rjúkandi ráð, og fór á
eftir henni.
Um kvöldið voru Georg og mág-
kona hans úti í gróðurskálanum, en
Agnes tók til kvöldmatinn.
„Hvað er orðið af krysantemunum
hennar mömmu?" spurði Elísa, þeg-
ar Georg var búinn að sýna henni
öll blómin og segja sögu þeirra.
„Þær fóru í kuldakastinu í hitti-
fyrra," svaraði hann.
Elisa leit til hans. Augnaráðið var
eins og sverðsoddur. „Fóru?" spurði
hún. „Ætlarðu að segja mér, að
þær hafi verið látnar drepast? Ætl-
arðu að segja mér, að ekkert hafi
verið um þær skeytt, líkt og var um
Skjónu, kerið og tebollana?"
Georg varð ofsareiður. Hann
minntist þess, að hann var fyrrver-
andi kornkaupmaður, dómari og hús-
bóndi á heimili sínu. Hreimurinn í
rödd hennar espaði hann, og hann
svaraði henni fullum hálsi, en það
hafði hann aldrei fyrr gert. „Það
voru ekki mín orð," sagði hann.
„Það, sem ég vildi sagt hafa, var
þetta, að góðum Guði, sem þú þreytt-
ist aldrei að vegsama fyrir eina tíð,
þóknaðist að rétta út hönd sína og
taka, eftir þvi sem árin liðu, Skjónu,
stútinn og flesta sparibollana henn-
ar móður þinnar. Alveg eins og
Clark Gable og Jeanette MacDonald
hann mun taka páfagaukinn þinn,
sjalið þitt og þig sjálfa, ef hann
vill svo vera láta!"
En svo var eins og Georg yrði
skelkaður við guðlast sitt; hann
snerist á hæli og gekk út í garðinn.
Gamla konan stóð sem steini lostin,
horfði forviða á eftir honum og fór
upp á loft til þess að taka saman
hafurtask sitt.
Kvöldverðurinn var eins og við
jarðarför. Enginn mælti orð frá vör-
um, en þegar Georg leit í ásökunar-
augu konu sinnar, hefði hann viljað
allt til vinna að geta sagt eitthvað.
Hann hjálpaði til að bera af borð-
inu, fór að því búnu inn í skrifstofu
sina og hlustaði annars hugar á
fréttirnar.
Elísa settist aftur á harðasta stól-
inn á heimilinu og bað um ættar-
biblíuna. Systir hennar fékk henni
bókina og fór út til þess að sækja
sokka til viðgerðar. Þegar hún kom
HEIMILISPÓSTURINN
17