Heimilispósturinn - 16.04.1951, Side 20

Heimilispósturinn - 16.04.1951, Side 20
aftur, sat Elísa með lítinn penna- hníf með skelplötukinnum og var í óða önn að skafa eitthvað á saur- blaðinu; hún gekk hljóðlega að baki Elísu og sá, að hún hafði afmáð nafn Georgs af ættarskránni. Það var eins og flóðbylgja af reiði læsti sig um hverja æð. Hún fleygði sokkahrúgunni hans Georgs á gólfið, teygði sig yfir öxlina á systur sinni og hrifsaði af henni bókina. „Tíkin þín!“ sagði hún og stóð á öndinni af ekka. „Kvikindið þitt! í>ú ert ekki systir mín, kerlingaróhræsið þitt. Ég vil ekki hafa neitt saman við þig að sælda. Aldrei! Að eilífu!“ Og hún þrýsti skaddaðri bókinni báðum höndum að brjósti sér, eins og sært dýr, og hljóp upp í herbergi sitt. Georg kom út úr skrifstofunni, þegar fréttum var lokið og danslög- in hófust. Stofan var mannlaus, eld- urinn kulnaður og sokkamir hans úti um allt gólf. Hann klóraði sér vand- ræðalega í gráu höfðinu, tók saman sokkana sína og raðaði þeim kirfi- lega á legubekkinn og fór upp að hátta. Elísa háttaði við kertaljós í her- bergi sínu. Hún lét nistið sitt og þrjá stóra gullhringa á snyrtiborð- ið, leysti af sér lífstykkið með hval- skíðunum og dró aflangan þófa út. úr hárinu. Rökkvað herbergið var þrungið af lavenderilmi, melkúlum og sápulykt; mjór, brotinn skuggi. hreyfðist eftir gólfinu og blóma- mynstrinu á veggnum og hvarf í stóra skuggann af gamla gestarúm- inu. Og ekkert hljóð, nema skrjáfið 1 lökunum og ekki. Milli kaldra, mallhvítra lakanna grét Elisa af meðaumkun með sjálfri sér. „Eg er orðin gamalmenni. Jafnvel skilgetin systir mín afneitar mér. Og við höf- um alltaf verið svo samrýmdar. Hversvegna þurfti þessi mannleysa, hann Wilkes, að komast upp á milli okkar? Hvers vegna þurfti hann að gera sér far um að afmá allar end- urminningar um mömmu ?" Hún hefði ekki veitt því athygli, að dagur rann, ef páfagaukurinn hefði ekki skrækt af óþreyju undir græna dúknum. Klukkan sjö fór Elísa á fætur og gekk niður í eldhús. Árdegisstúlkan var að kveikja upp. „Kanntu á sím- ann, stúlka góð?“ sagði hún. „Já, frú,“ sagði árdegisstúlkan. „Frú Wilkes lætur mig oft panta vörur í símann. Hvert á ég að hringja, frú ?“ Rödd Elísu var hörð eins og grjót. „Bílstjórann, og segðu honum að koma strax og hann gétur." Georg og Agnes vöknuðu við há- vaðann af bílnum, þegar hann stöðv- aðist fyrir framan forstofudyrnar. Þau fóru út að glugganum og sáu Svein bera farangur gömlu konunnar út i bílinn. Elísa hélt sjálf á búrinu. Agnes rak upp vein, smeygði sér í slopp og hljóp eins hratt og hún gat niður í forstofu. Systir hennar hallaði sér út í bílgluggann, til þess að Agnes gæti heyrt það sem hún sagði. „Vertu ekki að sýna þig úti á götu, Agnes. Og vertu ekki að hafa fyrir því að kveðja mig. Það er óþarfi núna. Ég á ekki vants.lað við þig, annað en það, að ég kem aldrei hing- að aftur. Aldrei!" Hún dró upp rúðuna og hallaði sér aftur í sætinu. Sveinn glotti fram- an í Agnesi, um leið og hún hrökk aftur á bak og hallaði sér upp að hurðinni, svo ók hann niður stíginn og út á þjóðveginn. Georg stóð við gluggann uppi og hafði séð allt og heyrt. Hann hlamm- aði sér niður á stc'Iinn við dymar. „Allt mér að kenna," stundi hann, „mér að kenna. Ö, Guð minn góður, hvers vegna geri ég þetta alltaf ? 18 HEXMILISPÓSTURINK

x

Heimilispósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.