Heimilispósturinn - 16.04.1951, Side 22
Á takmörkunum!
Hann Jói litli minn, sonur okkar
hjónanna, hann hefur kraftana, vöxt-
inn, gáfurnar og glímutökin af mér,
honum föður sínum, en hóstann og
ropann og viðreksturinn og alla and-
skotans óknyttina af henni móður
sinni.
*
„Það veit ég, að guð getur grátið
yfir því,“ sagði Fúsi á Framnesi,
„hvað brennivínið er dýrt á Bakkan-
um.“
„O, heldurðu það, heldurðu, að
honum sé ekki alveg sama."
„Svo mikið er víst, ekki hlær
hann.“
*
Þegar Sigurður Sigvaldason var í
Ameríku, kom hann eitt sinn að fljóti,
er hann þurfti að komast yfir. Hon-
um var boðin ferja og ferjumaður,
er róa skyldi á móti honum og fara
með bátinn til baka yfir fljótið, en
Sigurður hafnaði því, kvað Drottin
mundu róa á móti sér og skila bát-
inum. Þetta var látið eftir honum;
reri Sigurður knálega á sitt borð, an
ekki var róið á móti, og hringsnerist
báturinn þarna á fljótinu. Um þessa
sögu orti Guttormur skáld Guttorms-
son i orðastað Sigurðar:
Þótt þér yfir fljótið þyki skammt,
mun þínu almætti þykja samt
of þungur þessi róður,
þó ég ei í líma leggi mig,
það liggur við samt, að ég snúi á þig:
því rærð’ ekki, Guð minn góður.
*
Óheppni.
Jón gamli var mesta nískunös.
Þegar Bjarni vinur hans átti afmæli
fór hann inn i glervörubúð, til þess
að kaupa einhverja gjöf handa hon-
um, en allt þótti honum of dýrt.
Loksins sá hann blómsturskál sem
var brotin á nokkrum stöðum. Hon-
datt þá i hug að kaupa hana, látæ
búðarmanninn senda Bjarna hana i
pósti, og láta eins og hún hefði brotn-
að á leiðinni.
Nokkrum dögum seinna fékk Jón
eftirfarandi þakkarbréf frá Bjama:
„'Ég þakka þér kærlega fyrir send-
ingima. En hvað það var hugulsamt
af þér, að vefja öll brotin í pappír,.
hvert um sig.“
*
Löng ferff.
Seis-Bjarni hafði selt Spánarvín.
að nóttu til, og var dæmdur í sekt.
Hann vildi fá kvittun fyrir sektinni,
en yfirvaldið neitaði því.
„Trúið þér á dómsdag, sýslumað-
ur?“ spurði Bjami. „Já,“ svaraði
sýslumaðurinn. „Það er okkar lög-
leidda trú.“ „Jæja,“ sagði Bjarni. „A
þeim degi verður sagt við mig: Sels-
Bjarni, þú seldir Spánarvín! Já,
herra, segi ég, ég borgaði mína sekt
fyrir það. Hvar er kvittunin? mun
þá verða sagt; og finnst yður, sýslu-
maður, vera nokkur meining í því,
að ég sé að hlaupa alla leið niður til
helvítis eftir yður eða fulltrúanum
yðar á slíkum degi, til þess að ná I
kvittunina?“
„Þú hefðir ekki þurft að taka þaff
svona bókstaflega, þó að ég bæði þig
að vera honum til skemmtunar með-
an ég skrapp frá.“
20
HEIMILISPÓSTURINN