Heimilispósturinn - 16.04.1951, Síða 23

Heimilispósturinn - 16.04.1951, Síða 23
Dauðinn um borð EIMSKIPIÐ CHANCAY hafði lát- ið úr höfn í La Guayra og sigldi tlú norður á bóginn í góðu veðri og kyrrum sjó. En þótt allt virtist leika I lyndi, voru þó þrjár persónur um borð í ekki sem beztu skapi. Það var skipstjórinn, brytinn og skips- jómfrúin. Einn af vélstjórunum vék sér að skipsjómfrúnni og sagði: „Hvað er þetta — hvað gengur að þér í dag, góða mín?“ Honum hafði virzt ung- frú Willis vera grunsamlega rauð- eygð. „Það er það sama og vant er, Charlie —■ það er út af Klöru. Bowman vill ekki hafa fleiri ketti um borð, en þegar svona stendur á fyrir henni og hún þarf sérstaka um- önnun, þá finnst mér . . .“ „Og hvar er Klara núna?“ „Bowman kastaði henni niður á hafnarbakkann, áður en skipið lagði frá. Enginn af brytunum hefur kom- ið jafn illa fram við hana. Það er af því, að Bowman er nýkomin um borð. Ég hefði átt að fela hana fyrir hon- um.“ Vélstjórinn klappaði skipsjóm- frúnni hughreystandi á öxlina og bauð henni góða nótt. En hún gat ekki gleymt, hve vesaldarleg Klara hafði verið, þegar hún sat á hafnar- bakkanum og horfði á skipið. Hvern- ig myndi nú fara fyrir vesalingnum, einum og yfirgefnum? Annars var eins og allir um borð hefðu verið einkennilega æstir brottfarardaginn. Jafnvel skipstjórinn, sem átti þó að vera rólegur á hverju sem gengi. En ef til vill var orsökin sú, að Warner, sonur útgerðarmannsins, hafði komið um borð í La Guayra og verið að nauða á skipstjóranum um að gera sér greiða. Svo var mál með vexti, að Warner hafði fengið þá flugu í höfuðið að fara á slönguveiðar í frumskóginum hjá Orinoco, en þar lifir sérstaklega hættuleg eiturslöngutegund. Slöngur þessar voru að vísu til í náttúru- gripasöfnum, en Warner hafði heit- strengt að ná einni lifandi og flytja hana heim til New Haven, hvað sem það kostaði. Hann hafði ekki látið föður sinn vita um þessa fyrirætlun sína, þegar hann bað hann um að útvega sér far með Chancay, og gamla manninum datt ekki annað í hug en að þetta væri venjulegt sum- arleyfisferðalag. Eftir langa mæðu tókst Warner að veiða lifandi slöngu og koma henni fyrir í gúmmípoka, sem hann hafði meðferðis. En þegar tollyfirvöldin komust að því, hvað var í pokanum, var hon- um neitað um útflutningsleyfi. Wam- er símaði til New York og fór síðan um borð í skip föður síns, Chancay, til þess að hitta Wood skipstjóra. „Ég er í miklum vandræðum, skip- stjóri. Ég átti alls ekki von á þessu. Ég hef eytt öllu sumrinu og miklu fé i að veiða þessa slöngu, og nú er mér bannað að flytja hana heim!“ „Mér þykir þetta leiðinlegt, Chris. Ég símaði til föður þins og sagði honum, að ég hefði gert þetta fyrir þig, ef það hefði verið mögulegt." Piltinum féll allur ketill íeld, þeg- ar þessi síðasta leið lokaðist. -HEIMILISPÓSTURINN 21

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.