Stefnir - 01.02.1979, Síða 5

Stefnir - 01.02.1979, Síða 5
STEFNIR Stefnir er að þessu sinni að mestu leyti helgaður efninu ,,Frjálshyggja eða alræði“ eins og boðað var í síðastá blaði, og er bók Ólafs Björnssonar prófessors einkum lögð umræðunum í blaðinu til grundvallar. Hefur ritstjóri fengið ýmsa aðila til að fjalla um bók Ólafs almennt, einstaka þætti hennar eða áhrif hennar og gildi fyrir þjóðmálaumræðu hér á landi. í blaðinu er einnig að finna margvíslegt efni annað, svo sem smásögu eftir ungan menntaskólanema, grein eftir Róbert T. Árnason, Kristján Jónsson og fleiri, föstu þættina Handan hafsins og Innlend málefni og margt fleira. Pær breytingar hafa nú orðið á útgáfu Stefnis, að hann er nú offsetprentaður í fyrsta sinn, og jafnframt er útliti hans breytt nokkuð. Verður Stefnir framvegis unninn og prentaður í Formprenti, en var áður unninn í Borgarprenti. Væntir ritstjórn Stefnis sér mikils af samstarfinu við Kristinn Jónsson i Formprenti og starfs- fólk hans, og jafnframt eru Garðari Sigurðssyni í Borg- arprenti færðar þakkir fyrir gífurlega mikil og fórnfús störf í þágu blaðsins og frjálshyggjunnar siðustu ár. Verða Garðari seint fullþökkuð störf sín fyrir blaðið. 1 síðasta blaði var yfir því kvartað, að illa gengi að fá sjálfstæðismenn til starfa í þágu Stefnis. Jafn satt og það var, þá verður að segjast eins og er, að óvenju vel hefur gengið að afla greina í þetta tölublað þó vissu- lega megi betur ef duga á. Vonandi eru þó bjartari tímar framundan í þeim efnum. Stefnir þarf að aukast að efni og gæðum, þannig að hann geti í framtíðinni sem best stuðlað að varðveislu þeirra hugsjóna er hann jafnan hefur staðið vörð um; frelsi og sjálfsákvörðunar- rétt einstaklingsins og sjálfstæði þjóðarinnar. Þessum markmiðum á Stefnir að þjóna hér eftir sem hingað til, og það verður best gert með þeim hætti að útgáfu hans annist ungir sjálfstæðismenn í samvinnu við þá eldri. Hvað er framundan? Pessa vetrar er nú sér senn fyrir endann á mun seint verða minnst sem tíma framfara eða uppgangs þessarar þjóðar. Ráðleysi landsfeðranna er standa að ríkisstjórn er slikt, að elstu menn muna ekki annað eins. Jafnvel þeim er muna fyrri vinstri stjórnir blöskrar. Er það raunar að vonum; þrír vinstri flokkar eru nú saman i ,,stjórnarsamstarfi“, og alkunna er að því verr gefast heimskra manna ráð sem þeir koma fleiri saman. Gamla máltækið um að blindur leiði haltan stendur fólki Ijós- lifandi fyrir sjónum þegar núverandi ríkisstjórn er höfð í huga. Ekki skal að því getum leitt, hversu lengi betta stjórnarsamstarf kann að endast, en víst er að því fyrr sem því lýkur því betra fyrir fólkið í landinu. Pví lengur sem Ólafur Jóhannesson og hyski hans situr á sínum völtu veldisstólum, því verr. Hvort sem þess verður langt að bíða eða skammt að stjórnarskipti verða að undangengnum kosningum, þá verða sjálfstæðismenn að vera því viðbúnir að þjóðin kalli þá aftur til valda. Það gera þeir best með því að byggja flokk sinn upp, bæði stefnulega og starfslega. Ymis sár eru enn ógróin frá þv'i ósigursdagana í vor, og ekki er þess að vænta að þau grói samstundis þrátt fyrir glæsta sigra sem aftur kunna að vinnast. Sjálfstæðis- menn verða að læra að vinna sigra á öðru en óvinsæld- um andstæðinganna, þeir sigrar er vinnast á slæmum vinstri stjórnum verða sjaldan langlífir. Þó Ijóst sé að sjálfstæðismenn þurfi ekki að óttast að samanburður tveggja síðustu ríkisstjórna verði þeim óhagstæður, þá er Ijóst að margt mátti betur fara síðasta kjörtímabil. Par breytir það engu að núverandi stjórnarflokkar köst- uðu ryki í augu fólks og unnu sigra sína á svikum og prettum. Nýjustu skoðánakannanir benda ótvírætt til þess að nú sé Sjálfstæðisflokkurinn að rísa úr öskustónni að nýju; jafnvel að hann fái eitthvert mesta fylgi sem hann nokkru sinni hefur náð ef kosið verður innan tíðar. Slíkt andrúmsloft á flokkurinn að nota sér, og þá má hann ekki bregðast þeim vonum sem við hann eru bundnar. — AH. 5

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.