Stefnir - 01.02.1979, Qupperneq 10

Stefnir - 01.02.1979, Qupperneq 10
þarf ekki síður að fá að njóta sín en á efnahagssviðinu. Þetta ár, 50 ára afmælisár Sjálfstæðisflokksins, er kjörið til þess að koma slíku verki í framkvæmd. Einn mestur vandi þeirra, sem daglega fást við stjórnmálastörf, er að laga daglegar ákvarðanir að sínum grundvallarlífsskoðunum. Þetta á ekki sízt við um þá, sem aðhyllast skoðanir frjálshyggjunnar. I XII. kafla bókárinnar tekur höfundur til meðferðar það vandamál, sem stafar af vaxandi áhrifum hins opinbera búskapar í þjóðarbúskapnum. Ein meginástæða fyrir þessari þróun séu þær kröfur, sem þéttbýlið og meiri velmegun geri til aukinnar þjónustu af hálfu hins opinbera. Grundvallarskoðun frjálshyggju- manna hlýtur að vera sú, að íþyngja ekki borgurunum með svo miklum skattabyrðum, að frelsið til að setja sér markmið verði nafnið tómt. I þessu efni er mjög vandratað meðal- hófið. Kröfugerð um margvíslega þjón- ustu frá hinu opinbera vex mjög hröðum skrefum og baráttan fyrir þeirri auknu þjónustu er háð af meiri óbilgirni og hörku en oftast áður. Við opnum varla svo dagblað né skrúfum frá útvarpi að ekki séu fréttir um einhverja hópa sem haldið hafi blaðamannafundi, farið í kröfu- göngur eða gengið á fund ráðherr- anna með kröfu um aukna og bætta þjónustu. I gær voru það nemendur og kennarar einhvers skólans, í dag eru það læknar í einhverju sjúkra- húsinu, á morgun verða það fóstrur og foreldrar barna á barnaheimlum. „Aðstaðan er alls óviðunandi“, er eitt algengasta slagorðið í þessum herferðum. Oft eru í fararbroddi kunnir frjáls- hyggjumenn, sem á sama tíma kvarta undan sköttunum sínum. Sannleikur- inn er sá, að allt of margir láta til leiðast í hita leiksins, að líta um of í eigin barm eða þeirra stofnana, sem þeir hafa tengsl við, og láta þá hjá líða að líta á þjóðfélagið í stærra samhengi og hugsa um greiðslugetu þess fámenna hóps, sem þetta land byggir. Meðan ég gegndi starfi borgar- stjóra í Reykjavík fór mikill tími í 10 að ræða við fulltrúa óteljandi slíkra hópa. I sjálfu sér voru þessi sam- skipti ánægjuleg, en því er ekki að neita að oft óskaði ég þess að við- komandi vildu lyfta sér á örlítið hærri sjónarhól og líta á fleira en þá stofnun, sem hann eða hún starf- aði í eða fyrir. Því að á meðan þessi mikla kröfugerð heldur áfram á ríki og sveitarfélög með jafnmiklum þunga, er allt eins líklegt að hið opinbera láti undan þrýstingnum, en taki þá um leið til sín æ stærri hluta af þjóðarbúskapnum. Einn mesti vandinn er sá að flest þessi mál eru þjóðþrifamál hvert um sig og auð- velt að fá fólk til fylgis við þau. En þegar allt er lagt saman, þá er ljóst, að kröfurnar eru langt umfram getu þjóðfélagsins. Aðvörunarorð bókarhöfundar um þetta atriði, eru vissulega orð í tíma töluð, en í ofangreindum kafla ræðir hann hættuna innan frá, þ. e. a. s. hættuna á því að þróun innanlands- mála í lýðræðisríkjunum verði í þá átt að alræðisstjórnir komist þar til valda. Umræða í þessa átt hefur verið mjög áberandi í Bandaríkjunum á þessum vetri. Ofurvald þrýstihóp- anna og skipulag þeirra er að verða áhyggjuefni ýmsum þeim, sem vilja vernda þann lýðræðisgrundvöll, sem bandarískt þjóðfélag hvílir á. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að full- yrða, að fulltrúalýðræðið sé nú þegar komið í stórhættu. Einstakir þing- menn eigi þingsæti sitt í æ ríkari mæli undir stuðningi öflugra þrýsti- hópa, sem hiki ekki við að beita hótunum um að hætta stuðningi við þingmanninn, ef hann fari ekki að vilja þeirra. Þrýstihópar þessir geta margir haft góð mál til að berjast fyrir, en það er einkenni þeirra að þeir eru einsýnir og hugsa ekki um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.