Stefnir - 01.02.1979, Page 11

Stefnir - 01.02.1979, Page 11
annað en að þrýsta sínu máli í gegn. Æ fleiri þingmenn greiði því at- kvæði í samræmi við vilja þrýsti- hópanna af ótta við að missa ella þingsæti sitt, en um leið hætti þing- maðurinn að greiða atkvæði með heildarhagsmuni þjóðarinnar í huga og af þeirri yfirsýn, sem krefjast verður. Þessi umræða er grein á þeim sama meiði, sem hér var gerð að umtalsefni að framan, og er eng- inn vafi á því, að hér steðjar hætta að þeim þjóðfélögum frjálshyggj- unnar, sem hafa tjáningarfrelsi og félagsfrelsi að leiðarljósi. Þessi hætta kemur innan frá. Kenningar þær, sem bókarhöfund- ur skilgreinir eru skýrar og ljósar, eins og fyrr getur. En hvernig á að færa þekkingu frjálshyggjunnar út í lífið? Hvernig á að móta stefnu sam- kvæmt þeim kenningum í þeim mörgu viðfangsefnum, sem við er að glíma í hinu flókna þjóðfélagi nú- tímans? Það vefst fyrir ýmsum. Reynslan sýnir, að jafnvel Sjálfstæð- isflokkurinn, sem stendur frjáls- hyggjunni næst, hefur ekki alltaf tekizt að fóta sig á því verkefni. Lítill vafi er á því, að eitt merk- asta skref í átt til frjálshyggju á efnahagssviðinu var stigið í tíð Við- reisnarstjórnarinnar, sem hér sat að völdum, 1959—1971. Af mörgum jákvæðum ráðstöfunum þeirrar ríkis- stjórnar var afnám innflutningshaft- anna ein sú merkasta og hennar sá mjög stað í þjóðfélaginu. í bók sinni tekur Ólafur Björns- son framkvæmd innflutningshaft- anna, sem hér voru 1932—’61, sem dæmi um hvernig ákvarðanir stjórn- valda geti verið án tengsla við vilja fólksins og ekki síður í lýðræðis- ríkjum en í einræðisríkjum. Þetta raunhæfa og þekkta dæmi skýrir mjög vel það, sem bókarhöfundur vill koma á framfæri. Viðreisnartímabilinu lauk og vinstri stjórn tók við völdum. Sú stjórn trúði um of á forsjá hins opin- bera. Framsóknarflokkurinn hafði forystu í þeirri stjórn og þar sem hann sat áfram í stjórn þeirri, sem tók við 1974 og var undir forystu Sjálfstæðisflokksins reyndist erfitt að koma fram ýmsum þeim stefnu- málum, sem Sjálfstæðisflokkurinn undir eðlilegum kringumstæðum hefði þurft að ná fram í ríkisstjórn. Og nú er ný vinstri stjórn tekin við völdum og enn er stefnt lengra út í opinbera forsjá. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú tækifæri til að endurnýja stefnu sína, laga hana að nýjum aðstæðum í þjóð- félaginu og hafa frjálshyggjuna að leiðarljósi. Ekki er ólíklegt að í kjöl- far þeirrar vinstri stjórnar, sem nú situr, skapist grundvöllur fyrir sams- konar gerbreytingu í þjóðfélaginu og tókst að koma á í viðreisnar- stjórninni. Nýskipan verðlagsmála með frjálsri verðmyndun, frelsi í gjaldeyrisviðskiptum, frelsi til handa félagsmönnum í verkalýðsfélögum — þetta eru dæmi um mál, sem stefna ber að. Að því kemur fyrr en síðar að frjálshyggjumenn taka við forystu að nýju, en til þess þurfa þeir að búa sig vel undir, vita hvað þeir vilja og vera reiðubúnir að berj- ast fyrir skoðunum sínum og stefnu- miðum. Grein þessi er sundurlausar hug- leiðingar, sem vaknað hafa við lest- ur bókar Ólafs Björnssonar. Margt fleira kemur í hugann, en hér verður að láta staðar numið. Þó vil ég að síðustu benda á kaflann um utan- ríkismál Islendinga, þar sem varpað er nýju ljósi á nauðsyn þess, að ís- land sé aðili að varnarsamtökum vestrænna þjóða. Þann kafla þurfa sem flestir að lesa. Bókin er eitt merkasta framlag síðari ára til þjóðfélagsumræðu á íslandi. Höfundur má vel una sínum þætti og víst er, að við hann verður ekki sakast, ef svo færi að honum yrði ekki að þeirri von sinni að bókin „geti stuðlað að málefnalegri umræðum um þau grundvallaratriði efnahags- og félagsmála en nú tíð- kast á vettvangi íslenzkra stjórn- mála“.

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.