Stefnir - 01.02.1979, Blaðsíða 17

Stefnir - 01.02.1979, Blaðsíða 17
DAVÍÐ ODDSSON: Stemma þarf stigu við misnotkun hugtaka Enginn vafi er að þorri kjósenda gengur að kjörborði hverju sinni utangátta og án þess að leiða hugann að því hvaða pólitíska hugmynda- fræði býr á bak við listabókstafinn sem merkja á við. Pó hlýtur hún að hafa haft mótandi áhrif á þá, sem gert hafa hosur sínar grænar fyrir kjósendum síðustu áróðursvik- urnar og litað viljandi eða óviljandi þann kost, sem þeir þykjast hafa upp á að bjóða. Og þrátt fyrir það að stjórnmálamenn forðist beinar hug- myndafræðiprédikanir, leitast þeir við að gefa stefnum sínum geðþekk stikkorð. Þess vegna kjósa viðkom- andi t. d. fremur að tala um félags- legar aðgerðir, en opinber afskipti, þegar um sama hlutinn er rætt, því annað vísar til samhjálpar og kær- leika, en hitt til yfirráðsmennsku stórabróður, sem leiðir óhjákvæmi- lega til frelsisskerðingar, sé hún í verulegum mæli. Stundum verður misnotkun kenniorða í stjórnmálum slík, að aðeins verður jafnað til öfug- mæla. Samt er það svo, að hér á landi hefur mönnum haldist slík misnotkun uppi æðilengi. Bók Ólafs Björnssonar er þarft og gott spor til að stemma stigu við slíku. Engum dettur í hug að banna slíka notkun hugtaka, eins og í raun er gert í löndum stóra sannleikans, en glögg útlistun þeirra og fræðilegur saman- burður á þeim kenniorðum, sem oftast er vegist á með í íslenzkri um- ræðu, gerir slíka misnotkun með tímanum hjákátlega. Langvarandi misnotkun hugtaka hefur haft víðtæk áhrif á stjórnmál landsins. Maður hefur ekki haft langan stanz í stjórnmálum, þegar maður hefur rekizt á ótrúlegustu dæmi um að menn hafa skipað sér í raðir sem í raun eru fjarri lífs- skoðunum þeirra. Manni kemur oft á óvart, þegar af ræðum sumra „góðra“ sjálfstæðismanna má lesa sósíalístíska lífsskoðun, sem þeir sjálfir hafa alls ekki gert sér grein fyrir. Þeir hafa jafnvel í góðri trú verið sjálfstæðismenn frá vögguvist og ætla sér svo sannarlega að vera það áfram, jafnvel út yfir gröf og dauða. Og dæmin eru ekki síðri á hinn bóginn. Þegar maður ræðir t. d. við sanna listamenn, verður maður þess oftast fljótlega var, að frjáls- hyggjan á nánast í þeim hvert bein. Engu að síður hafa þeir iðulega ljáð nafn sitt og atbeina við þau stjórn- málasamtök sem leynt og ljóst stefna að henni dauðri. Hvað hefur rekið þessa menn í svo ranga rétt? Jú, hluti skýringar- innar liggur í því að þeir gera sér' ekki grein fyrir veruleikanum, sem býr á bak við sykurhúðuð orð eins og félagshyggja, samhjálp og sósíal- ismi. Að því leyti er líkt á komið fyrir þeim og Hans og Grétu, sem dragast að sælgætishúsinu, unz fang- elsisdyrnar ljúkast að baki þeirra. Þessum mönnum og mörgum öðr- um nægir ekki að sjá að sósíalisminn hefur hvarvetna borið með sér frelsisskerðingu og kúgun. Þeir falla fyrir kenningum um að hægt sé að ná fram annars konar sósíalisma, — lýðræðissinnuðum sósíalisma. En einmitt slíkt glassúr á ógeðfelld hug- tök sýnir glöggt, að höfðað er til manna, sem ekki mega af frelsinu sjá og vilja setja það í öndvegi. Þeir hafa hins vegar ekki áttað sig á að sósíalismanum, alræðishyggjunni fylg- ir óhjákvæmileg miðstýring, sem get- ur ekki átt samlíf við víðtækt per- sónufrelsi. Hugtakið stenzt því 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.