Stefnir - 01.02.1979, Síða 22

Stefnir - 01.02.1979, Síða 22
Umdeild efnistök. Pau efnistök Ólafs Björnssonar og margra annarra frjálslyndra fræði- manna á Vesturlöndum, að benda á að átökin í stjórnmálum standi einkum á milli frjálshyggjumanna og alræðishyggjumanna, hefur oft verið gagnrýnd. Eftir því sem ég fæ best séð, er gagnrýnin tvennskonar: í fyrsta lagi á gagnrýnin rætur sínar til aldalangra deilna um frelsishug- takið. Og þá sérstaklega útlistun frumspekinga og marxista á því. (1) I öðru lagi sú ábending vinstri manna að fráleitt sé að tala um frelsi í þjóðfélögum Vesturlanda. Auð- hringir ráði öllu, einstaklingurinn sé þar einskis virði. (Þessi síðarnefnda gagnrýni virðist vera eins konar til- brigði við það stef Karls Marxs, að hið borgaralega frelsi, sé einungis frelsi kapítalistans til að arðræna öreigana). Hvorugt þessara gagnrýn- isatriða fær þó staðist við frekari yfirsýn að mínum dómi. Hvað er frelsi? Nú er það vitað mál, að menn eru ekki á eitt sáttir um, hvað frelsi sé í raun og veru. Einræðisherrar um víða veröld hafa til að mynda ævinlega framið hrottaskap sinn und- ir yfirskini frelsis og réttlætis. Um þetta eru fjöldamörg dæmi sem óþarft er að rifja upp. En þessi hugtakaruglingur grundvallast á af- stöðu einræðis- og alræðisherranna til frelsishugtaksins og á rætur sínar m. a. að rekja til notkunar frum- spekinga á hugtakinu frelsi. Það er sammerkt með alræðis- herrum hvar í flokki sem þeir standa að þeir greina aðeins eina tegund af frelsi. Þetta er það sem heim- spekin nefnir hið jákvæða frelsi og er fólgið í skynsamlegri stjórn ein- staklingsins á gjörðum sínum. Á hinn bóginn láta þeir lönd og leið allar hugmyndir um hið svo kallaða neikvæða frelsi sem í stystu máli þýðir að menn eigi að láta hvern einstakling afskiptalausan og þar með sjálfráðan gerða sinna. (2) Rödd skynseminnar. í því þjóðfélagi þar sem einungis jákvætt frelsi er viðurkennt geta valdhafarnir því auðveldlega rétt- lætt harðstjórn sína. Foringinn (í fas- ískum ríkjum) Flokkurinn í( komm- únískum ríkjum) er hið yfirskilvit- lega afl sem gegnir því sögulega hlutverki að ákvarða. Hið sanna frelsi er fólgið í því, að hafa „skyn- samlega“ stjórn á sjálfum sér og að hlýða rödd flokksins eða foringja, sem eru þá holdtekja skynseminnar. I bók sinni „Tilraun um manninn“, orðar Þorsteinn Gylfason heimspeki- prófessor það svo: Maður sem hefur ranga skoðun frá sjónarhóli „Flokks- ins“ eða „Foringjans“, er ekki frjáls fremur en drukkinn maður, sem reikar um og veit ekki af sér. Hann er fyrst frjáls, þegar hann hefur játað villu sína — þegar runnið er af honum. „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa". (3) Upp úr þessu eru frelsishugmynd- ir einrðisafla eins og nasista og kommúnista sprottnar. Það er engin tilviljun, að Hegel, einn helsti boð- beri frumspekinnar, er meðal helstu áhrifavalda bæði nasisma og komm- únisma. Frumspekilegar hugmyndir þessa „grillufángara“, en svo nefnir Halldór Laxness hann, skína hvar- vetna í gegn um gjörðir alræðis- herranna. Þegar sovéskir andófs- menn eru settir inn á geðveikrahæli fyrir það eitt að tala gegn stjórnvöld- um er það gert í nafni frelsis og réttlætis. „Rétturinn“ til að mót- mæla er þessu óviðkomandi þar sem hver sá sem ekki hlýðnast, er ekki lengur frjáls samkvæmt ritúali þeirra. Gjörólíkar hugmyndir. Hugmyndir frjálshyggjumanna eru allsendis ólíkar þeim kenningum sem hér hefur verið lauslega drepið á. Þær eru sprottnar upp úr hugmynd- um heimspekinga eins og Kants og bresku nytsemishyggjumannanna. Á tuttugustu öld hefur þeim mest og best verið haldið á lofti af lærisvein- um hins svokallaða „austurríska skóla“ í hagfræði, svo og af ýmsum Vestur-Evrópskum og bandarískum heimspekingum, hagfræðingum og öðrum félagsvísindamönnum, sem of langt yrði upp að telja. ' Viðurkenning á hinu „neikvæða frelsi“ gengur sem rauður þráður í gegn um kenningar þessara manna, og má marka af því hvílíkur grund- vallarmunur er á heimspekilegum forsendum alræðishyggju og frjáls- hyggju þó ýmsir vilji vera láta annað. Af þessum sökum tel ég að aðferð Ólafs Björnssonar að draga skýr mörk á milli alræðishyggju og frjáls- hyggju fullkomlega réttlætanlega. Hugarórar og upphrópanir. En víkjum nú að þeirri kenningu, að frjáls samkeppni sé ekki annað en draumsýn. Á tuttugustu öldinni hafa fylgisspakir sporgöngumenn hann reynt að þróa þessa kenningu. Þeir hafa einnig fengið til liðs við sig menn á borð við J. K. Galbraith, sem orðið hefur þekktur fyrir að gefa hugaróra sína út á bókum. (3) Miklu moldviðri hefur verið þyrl- að upp í kring um auðhringi. Þeir eru gerðir að persónugervingum hins versta í fari markaðsbúskaparins og margt er þeim til foráttu fundið. í bók Ólafs Björnssonar er vikið að þessum mikla darraðardansi, sem fremur hefur einkennst af tilfinn- ingaríkum upphrópunum, en nokkru öðru. Stærsti hluti samkeppnishæfur. Staðreyndin er nefnilega sú, að tal um auðhringi og ægivald þeirra er stórum aukið. Lang stærstur hluti bandarískra markaða t. d. er full- komlega samkeppnishæfur. Á hverju ári bætist fjöldi fyrirtækja við í hóp þeirra, sem fyrir eru og önnur eru lögð niður. Margt virðist benda til þess að hringamyndun eigi sér eink- um stað í þeim hluta efnahagskerfis- ins þar sem ríkisafskipti eru mest. Það er líka skiljanlegt. I skjóli tolla, skatta og leyfisveitinga er auðvelt að koma við pólitískri misbeitingu. Þar sem klíkuvindurinn blæs grær illgresið. Fagnaðarefni. Það er skoðun þess, sem þessar línur skrifar, að útkoma bókar Ólafs Björnssonar, Alræðishyggja og frjáls- hyggja, hafi verið fagnaðarefni. Hún er ein fárra bóka, sem því nafni geta heitið, er komið hafa út um þjóðfélagsmál á íslandi hin síðustu árin. Ótrúlega lítið er ritað um hug- myndafræðileg efni á íslandi, nema helst af kreddupúkum af vinstri væng. Það er löngu orðið mál að 22

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.