Stefnir - 01.02.1979, Blaðsíða 49

Stefnir - 01.02.1979, Blaðsíða 49
Með tilkomu Dagblaðsins hófst nýr kapítuli í sögu íslenskra blaða og blaðamennsku. Má þó raunar segja að Sjónvarpið og áhrif þess hafi markað þau tímamót í þjóðlífinu sem hlutu fyrr eða síðar að leiða af sér þær breytingar sem fylgt hafa í kjölfar klofningsins á Vísi 1975. Þau rúmlega þrjú ár sem síðan eru liðin hafa sýnt það og sannað að tími „frjálsra og óháðra“ blaða er óum- deilanleg staðreynd á Islandi. Bæði síðdegisblöðin, Vísir og Dagblaðið, hafa skapað sér fastan grundvöll á kostnað „flokksblaðanna". Morgun- blaðið og Þjóðviljinn hafa nokkuð staðið í ístaðinu, að því er virðist, en Alþýðublaðið er nær dauða en lífi og Tíminn ekki svipur hjá sjón hvað útbreiðslu snertir. Þessi þróun er nokkuð á annan veg en margir bjuggust við í upp- hafi þegar ekki var talinn grundvöll- ur fyrir tveimur síðdegisblöðum. Því var spáð að annaðhvort þeirra hlyti að verða undir í samkeppninni. Raunin hefur þó orðið önnur. Al- menningur hefur verið breytingunni meðmæltur sem sést á því að bæði virðast komast þolanlega af. Ástæð- an er fyrst og fremst forvitni um framgang þeirra, það hefur verið spennandi að fylgjast með. Sam- keppni þeirra og auglýsingastríð hef- ur skapað umræður og vakið athygli, þau hafa því í raun lifað á hvort öðru í þeim skilningi. Einnig hafa þau kastað skugga á hin blöðin sem ekki hafa verið með í ,,tvíleiknum“. Flokksstimpillinn hefur þar ekki ver- ið til framdráttar. Undantekning þessa er þó Morgunblaðið sem hald- ið hefur sínum hlut vegna yfirburða aðstöðu á auglýsingamarkaðnum vegna útbreiðslunnar og þar með HREINN LOFTSSON: Barátta blaðanna — hugleiðing um fjölmiðla og fréttamennsku haft fjárhagslegt bolmagn til að standa undir nákvæmari og um leið betri fréttum. Blaðamennskan hefur sem sé breist á þessum stutta tíma og ný viðhorf myndast. Síðdegisblöðunum hefur verið kennt um úrslit tveggja kosninga með meiru og því ekki nema eðlilegt að staldra hér aðeins við, líta um öxl og svo eilítið fram á veg. Hlutverk fjölmiðla. Fjölmiðlarnir, blöð, útvarp og sjónvarp, gegna lykilhlutverki í upp- lýsingamiðlun á öld hraða og tækni. Gæðakröfur til fjölmiðla um upp- lýsingamiðlunina hafa vaxið í réttu hlutfalli við þróun sífellt flóknara samfélags. Málefni dagsins, atburðir í fjarlægum heimsálfum, geta skipt okkur mikla máli. Innanlands er mönnum nauðsynlegt að hafa yfir- sýn yfir atburði þjóðlífsins vilji þeir vera gjaldgengir þegnar þess. Jafn- framt þessari þróun hafa fjölmiðlarn- ir smám saman orðið að sérstöku afli. Bent hefur verið á, að blöðin séu orðin þriðja stjórnmálaaflið. Tengiliður milli stjórnmálamanna og kjósenda. Þessi þróun hefur verið mjög á- berandi hérlendis. Hinsvegar hafa stjórnmálamennirnir gert sér mis- mikla grein fyrir henni og sumir þeirra ríghalda í gömlu goðsögnina um mátt flokksblaðanna. Þeir skilja ekki að blöðin segja lesendum ekki lengur fyrir verkum, hafi þau nokk- urntíma gert það. Blöðin ráða hins- vegar umræðunni að verulegu leyti. í því er vald þeirra fólgið. En þessu valdi blaðanna er vissulega takmörk sett þar sem eru upplýsingar frá stjórnmála- og embættismönnum. Segja má að krafan til fjölmiðla um fullkomnari upplýsingamiðlun sé í raun krafa um betri fréttamenn. Það er því ekki úr vegi að velta vinnubrögðum þeirra örlítið fyrir sér. Fáir gera sér grein fyrir hversu lítið frumkvæði fréttamenn sjálfir hafa um fréttaöflunina. Þeirra hlut- verk er í flestum tilfellum að fara að boði ritstjóra og fréttastjóra sem skammta þeim verkefnin. Þeir vinna sitt starf að mestu í gegnum síma. Erlendar fréttir koma á strimlum úr telextækjum frá erlendum frétta- stofum og erlendar greinar eru fengnar að „láni“ úr erlendum blöð- um og tímaritum. Aðeins Morgun- blaðið hefur sýnt tilburði í þá átt að hafa sjálft frumkvæði um fréttir utan úr heimi. Fréttastofur ríkisfjöl- miðlanna hafa fréttaritara í ná- grannalöndunum, það eru oft ís- lenskir námsmenn sem drýgja tekjur sínar með frásögn af því sem blöðin í viðkomandi landi eru að fjalla um hverju sinni. I raun eru þessi spor íslenskra blaða og fréttastofa það lítil að ástæðulaust er að fjölyrða um. Starf fréttamanns er sem sagt aðal- lega í því fólgið að búa til prentunar upplýsingar sem hann sjálfur hefur í fæstum tilfellum haft frumkvæði af að afla. Fámenni og fjárskortur fréttastofanna ráða því að frétta- menn vasast í öllum þeim verkefn- um sem til falla og lítið verður því um sérhæfingu í starfi þeirra. Frétta- menn hafa því margir hverjir yfir- borðsþekkingu á mörgum hlutum, en litla sérþekkingu. Fréttir þeirra verða því á stundum ónákvæmar og ómarkvissar, þeir vita ekki hvað skiptir máli og hvað ekki. Þeir eru ekki nægilega gagnrýnir og sérfræð- 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.