Blik - 01.04.1955, Page 3
3lo.
Ba.
B L 1 K
ÁRSRIT GAGNFRÆÐASKÓLANS I VESTMANNAEYJUM
Vestmannaeyjum í apríl 1955
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON, skólastjóri:
HUGVEK]A
flutt í Gagnfræðaskólanum 4 jan. 1954
Samkennarar og nemendur.
Fyrir nokkrum árum frétti ég
af ungum íslendingi, sem dvald-
ist við nám í borg erlendis.
Borgarstjórinn bar kennsl á
ísland og ól með sér hlýjan hug
til íslenzku þjóðarinnar.
Hann komst á snoðir um það,
að ungur Islendingur stundaði
nám þar í borginni.
Afréð nú borgarstjórinn að
heiðra íslenzku þjóðina með því
að bjóða íslendingnum heim
kvöld eitt, er hann hafði gesta-
boð inni.
Þegar setzt var að veizluborð-
um, varð Islendingurinn ungi
þess vís, að þar skyldi freyða
vín á hvers manns borði.
Þessi íslenzki æskumaður
hafði fyrir skömmu kvatt heim-
ili sitt, foreldra sína og systkini.
Aldrei hafði hann bragðað á-
fengi, og því hafði hann heitið
sinni góðu móður, að það skyldi
hann aldrei gera. Líka þekkti
hann þess mýmörg dæmi heima,
hversu áfengisnautnin leikur
mörg heimili hart, tortímir
heimilishamingju og býr þjóðfé-
laginu „vanmetakindur“ úr góð-
um og gáfuðum mannsefnum.
Þess þekkti hann einnig fjöl-
mörg dæmi, að stundargleði á-
fengisneyzlunnar lengist oft í
ævilangar hörmungar og ógæfu-
líf.
Ungi fslendingurinn fann til
feimni og minnimáttarkenndar
innan um veizlugesti borgar-
stjórans.
Hvað átti hann að gera?
LAfiOSSiAASÁi N
20306H