Blik - 01.04.1955, Blaðsíða 7
E L I K
5
SIGURÐUR FINNSSON, kennari:
Tímamót í merku starfi
Skólar hafa ætíð staðið í nánu
sambandi við þjóðfélagshætti og
menningu. Þeir hafa borið svip
samtíðar sinnar. En þeir hafa í
flestum löndum einnig haft mikil
áhrif á umhverfi sitt og aldar-
hátt. Þeir hafa tíðum verið
undirstaða breyttra viðhorfa,
breyttra lifnaðarhátta og lífs-
afkomu. Tilgangur starfsemi
skólanna hefur frá fyrstu tíð
birzt í mismunandi starfað-
ferðum. Mismunandi aðstæður
skópu mismunandi kenning-
ar. Herskáar þjóðir hafa
ætíð notað skólana til þess
að ala á hernaðaranda og her-
mennsku. Gætir þess mjög til
forna t. d. á dögum Grikkja og
Rómverja. Með kristninni breyt-
ist starf skólanna minna en ætla
mætti. Þó jókst með henni á-
herzla á siðgæði og fagurt líf-
erni. Og er tímar liðu og
klaustrin urðu um skeið einu
menntastofnanirnar í álfunni að
heita mátti, nær kristindóms-
fræðslan æ meiri rétti í skólun-
um. Með aukinni tækni og
breyttum atvinnuháttum 19. og
20. aldarinnar, breytast skólarn-
ir geysilega, jafnframt því, að
þeir verða almenningseign.
Skólaskylda er smám saman
lögleidd í hverju landinu af öðru,
unz öll menningarlönd hafa
laust rekald á ólgusjó tilfinn-
ingalífsins.
Þetta syndaraugnablik, sem
skáldið nefhir svo, er örlaga-
stundin, þegar skynsemin er lát-
in sleppa hendi sinni af tilfinn-
ingalífinu. Þá reynist viljalífið
okkar of veikt, staðfestan engin,
Við bregðumst æskuhugsjónum
okkar í ýmsum myndum. Það
eru syndaraugnablikin örlaga-
ríku í lífi æskumannsins.
Ég veit það, að þið eigið öll,
nemendur mínir, þá æskuhug-
sjón að vera bindindisfólk. And-
stæð áform væru óeðlileg á ykk-
ar aldri. Mætti forsjónin gefa
ykkur viljaþrek og hugrekki til
þess að bregðast aldrei þeirri
æskuhugsjón ykkar, leiða aldrei
yfir ykkur það syndar augna-
blikið örlagaríka.
Þ. Þ. V.