Blik - 01.04.1955, Blaðsíða 8

Blik - 01.04.1955, Blaðsíða 8
6 B L I K skyldað íbúa sína til þess að nema í skólum eða einhverskon- ar öðrum menningarstofnunum einhvern tíma á ævinni. Nú er svo komið, að hér á landi er skólaskylda frá sjö til fimmtán ára aldurs. Svipað er þessum málum farið með nágranna- þjóðum okkar. Eins og kunnugt er, voru skól- arnir áður fyrri ekki þannig starfræktir, að þar gætu allir, æðri sem lægri, notið fræðslu. Kom þar átakanlega fram mis- rétti það í heimi hér, sem stafar af mismunandi efnahagsafkomu einstaklinganna. Menntunar gátu þeir einir notið, sem svo voru fjáðir, að þeir gátu lagt fram mikið fé. Skólarnir voru fjárhagslega háðir nemendum sínum og hafði það stundum síður en svo góð áhrif á störf þeirra. Mútuþægni og merglaus fræðsla var oft ávöxtur, er þess- ar aðstæður sköpuðu. Skólana sóttu oft úrkynjaðir aðals- mannasynir, meðan fátækling- arnir urðu að láta sér lynda annað hlutskipti. Engum skyldi detta í hug, að ekki hafi margur mætur sveinn verið meðal þeirra stétta, er möguleika höfðu á skólagöngu vegna f járhags. En hitt er deginum ljósara, enda dæmin mýmörg um það, að margur fátækur en bókhneigð- ur unglingur átti engan kost skólagöngu. Sökum þess misstu margar þjóðir sína blómlegustu brumhnappa í helkulda skiln- ingsleysis og fáfræði. Þeir fengu aldrei tækifæri til eðlilegs vaxt- ar, af því að þeir voru vaxnir upp úr jarðvegi, sem ekki hæfði þeim. Þeir urðu aldrei sú prýði, er þeir annars hefðu mátt verða í fagurlaufguðum skógi, fegurri, framsæknari og betri heims. Hér vantaði umönnun, skilning og hina græðandi hönd mannvinar- ins. Er tímar liðu, f óru stöku menn að koma auga á misrétti það, er í þessum málum þróaðist. Ber þar hæst nafn Svisslendingsins Heinrichs Pestalozzis. Hann fæddist 1746 í Ziirich. Faðir hans, sem var læknir, lézt snemma, og Hinrik litli ólst upp hjá móður sinni við þröng- an kost. Skapgerð hans kom brátt ber- lega í ljós. Hann var ákaflega tilfinninganæmur, blíður og hafði djúpa samúð með öllum, er bágt áttu. En hann bjó þó yfir f jaðurmögnuðum andlegum krafti, sem lyfti honum yfir stríðni og athlægi félaga hans, sem kölluðu hann Hinrik skrýtna og drógu óspart dár að tilfinningasemi hans og við- kvæmni. Pestalozzi fékk snemma brennandi áhuga fyrir því að bæta kjör olnbogabarna þessa heims, og hið hlýja hugarþel og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.