Blik - 01.04.1955, Síða 9
B L I K
7
hjartagæzka einkenndi öll störf
þessa mæta manns.
Hann stofnsetti heimavistar-
skóla fyrir fátæk börn og sá
bæði fyrir andlegri og líkamlegri
þörf þeirra. Börnin voru látin
leysa af hendi ýmiss konar
vinnu við sitt hæfi til þess að
standa straum af kostnaðinum.
En hér hafði hann ráðizt í of
mikið.
Fjárskortur sagði brátt til sín,
og ekki varð komizt hjá að loka
stofnuninni. Vinir hans misstu
tiltrú á hann og drógu sig í hlé.
Var nú Pestalozzi emmana og
fátækur. En trúna á tilverurétt
hugmynda sinna missti hann
aldrei. I æðum hans ólgaði vold-
ugur straumur, sem beindist að
því að hefja almenning upp úr
eymd þeirri, er hann sá, að f ólkið
var sokkið í. Hann fylltist rétt-
látri reiði í hvert sinn, er hann
heyrði menn staðhæfa það, að
menntun og göfgun almennings
væri ekki annað en draumur,
sem aldrei gæti rætzt.
Árið 1781 skrifaði hann fræg-
ustu bók sína, Lienhard og
Gertrud. Þar er að finna lifandi
lýsingu á svissnesku sveitaþorpi.
Hvarvetna var skortur og skiln-
ingsleysi ríkjandi.
Einstaka björtum geislum brá
þó fyrir. Sá skærasti er Geir-
þrúður (Gertrud). Hún er móð-
ir, sem elur börn sín upp í guðs-
ótta og iðjusemi. Eftir megni
SigurÖur Finnsson
uppfræðir hún börn sín, er þau
vinna við spunavinnuna.
Maður hennar er ofurseldur
óreglu og eins og allir aðrir
þorpsbúar, er hann gjörsamlega
á valdi yfirvalds þorpsins, sem
jafnframt er eigandi drykkju-
krár í þorpinu.
Geirþrúður tók að sér á-
samt nokkrum fleiri að bæta
lífið í þorpinu. Miðdepill þessar-
ar viðleitni er látinn vera skóli,
þar sem kennsluhættir Geir-
þrúðar eru notaðir.
Bókin er ósvikið afsprengi 18.
aldarinnar. Hún flytur boðskap
samúðar, mannúðar og um-
burðarlyndis. Þar er að finna
bjargfasta trú á framtíð mann-
kynsins.
Bók sem þessi hlaut að vekja
eftirtekt, umrót og deilur. For-
ráðamenn bæja og borga viður-