Blik - 01.04.1955, Side 12
10
B L I K
kostlegar fúlgur til hernaðar-
framkvæmda.
Atvinnumálin þarfnast mikils
fjár. Þau eru undirstaða sjálf-
stæðrar afkomu landsins. En
hvort telja menn, að fé því, er
frá þeim verður að taka, sé bet-
ur varið með því að leggja það
til menntamála eða hernaðar og
stríðstækja?
Segja má, að við lifum á öld
bóka og blaða. Aldrei hefir ver-
ið eins mikið skrifað, prentað og
búið til af blöðum og bókum sem
á okkar dögum. Bækurnar eru
sá tengiliður, það töframeðal,
sem tengir okkur við fortíðina.
Með tilkomu þeirra og tilveru
skapast möguleikar meiri en
nokkurn tíma áður fyrir kyn-
slóðir mannkynsins að læra og
nema af forfeðrunum. Það er
ekki lengur nauðsynlegt að
leggja allt á minnið. Enda mundi
enginn mannsheili vera þess um-
kominn að læra allt, sem bæk-
urnar hafa að geyma milli
spjalda sinna, þótt ekki væri
nema ein einasta fræðigrein.
Sí og æ eru gerðar meiri kröf-
ur til manna á sviði atvinnu- og
félagsmála. Margar atvinnu-
greinar útheimta sérmenntun,
aðrar alhliða þekkingu. Þeir,
sem ráða eiga menn til starfa,
taka oftast þann, sem færastur
er til starfsins. Sá, sem aflað
hefir sér staðbeztrar menntun-
ar og reynslu, hlýtur hnossið.
Atvinnugreinar, sem menntun
útheimta, eru oftast betur laun-
aðar en hinar. Menntunin auð-
veldar því mönnum að komast
áfram. Þeir, sem lakari eru og
ekki hafa menntun til sérstarfa,
verða útundan. Þeir hafa minna
á sig lagt en hinir í þekkingar-
leitinni og hljóta því oftast að
verða undir í samkeppninni.
Þetta kemur bezt í ljós, þar sem
atvinnulíf er fjölbreytt, síður
þar, sem einhæft atvinnulíf er.
Öllum ætti að vera ljóst, að
því hæfari sem hver einstakling-
ur, er, því styrkara verður þjóð-
félagið. Þjóðlífið stendur þá
traustari fótum.
Skólarnir miða að því að gera
hvern þjóðfélagsþegn hæfan í
einhverja stöðu þess. Þeir eru
tengiliður milli fortíðar, nútíð-
ar og framtíðar. Án þeirra geta
nútíma þjóðfélög ekki verið. Þeir
taka æskunni opnum örmum og
veita möguleika til aukins
þroska.
Um 25 ára skeið hefir Gagn-
fræðaskólinn í Vestmannaeyj-
um starfað í blíðu og stríðu.
Takmark skólans hefir ætíð ver-
ið það að leggja sem traustast-
an grunn í líf þeirra barna og
unglinga, sem þar hafa verið að
námi. Hann hefir hjálpað nem-
endum sínum til þess að auka
þekkingu þeirra. Hann hefir
veitt þeim skilyrði til heillavæn-
legs þroska, og hann hefir ætíð