Blik - 01.04.1955, Blaðsíða 23
B L I K
21
Fiskaðgerðarhúsin í Eyjum eiga sína þróunarsögu eins og flest annað,
sem varðar atvinnulífið.
Um aldir hafa fiskhúsin í Eyjum verið nefndar krær. Merkingin í orð-
inu mun til skamms tíma hafa verið sérstæð í máli Eyjamanna. Fram að
síðasta tug síðustu aldar (um 1890) voru krærnar byggðar úr torfi og
grjóti með torfþaki. Algeng stærð á þeim var 3x6 álnir eða 2x4 metrar.
Avallt var gert að fiskinum úti, en hann síðan saltaður í krónni. Venju-
lega var borin blámöl í króargólfið undir fiskinn. Nokkru fyrir síðustu
aldamót tóku menn að hafa trégólf í krónum.
Auk fisksins voru geymd í krónum sjóklæði (skinnklæði), handfæri
og ýmislegt smálegt, sem geymast skyldi undir lás. Þessar fiskkrær stóðu
allar sunnan (ofan) við Strandveg, suður af Stokkhellu eða þar í ná-
munda, en gamla bæjarbryggjan er byggð á Stokkhellu.
Upp úr síðustu aldamótum tóku útgerðarmenn hér almennt að byggja
fiskkrær sínar úr timbri. Brátt hófst þá bygging þeirra norðan Strand-
vegar eða hafnarmegin við hann. Þorsteinn Jónsson í Laufási byggði þar
fyrstu króna árið 1907. Nokkru síðar voru króarbyggingarnar skipulagðar
þar, og stóðu flestar á svæðinu milli Strandvegar og Brattagarðs, sem
svo er kallaður, þ. e. garðurinn milli gömlu bæjarbryggjunnar og Tanga-
klappa, norðan við byggingu Fiskiðjunnar og Bratta.
Magnús ísleifsson trésmíðameistari í London hér í Eyjunum stóð fyrir
smíði á mörgum krónum. Stærð þeirra var 18—20 álnir á lengd (11,3—
12,6 m) og 10 álnir á breidd. Á milli króaraða var 5 álna breiður pallur
(3,2 m) eða sund frá Strandvegi. Krærnar, sem fjærst stóðu veginum,
voru byggðar á steinsteyptum stólpum. Krærnar sneru stöfnum að pall-
inum, sem fiskinum var ekið eftir á handvögnum norður í þær.
Myndin á bls. 20 er af króaröðum og sundinu milli þeirra. Oft voru þar
þversund milli króa og fiskinum ekið þar inn um hliðardyr.
Myndin á bls. 23 sýnir m. a. stólpana, sem þær stóðu á. Myndin er tekin
í vestur frá bæjarbryggjunni.
Myndin á bls. 25 er af efstu krónni við Strandveginn við eitt sundið.
Á svæðinu, þar sem þessar pallakrær stóðu, standa nú byggingar Fisk-
iðjunnar, sjá mynd á bls. 26 og ísfélags Vestmannaeyja, sjá mynd á bls. 27.
Þ. Þ. V.