Blik - 01.04.1955, Side 24
22
B L I K
nema 10 ára, var ég látinn að-
stoða við heyskapinn þarna eft-
ir minni litlu getu.
Áður en heyið var bundið,
varð að grafa stall í brekkuna,
svo að hægt væri áhættulítið að
binda og axla baggana, ella
hefðu þeir oltið ofanfyrir. Síðan
voru þeir bornir á bakinu vestur
á Efri-Kleifar. Þaðan gefið nið-
ur á Neðri-Kleifar. Þaðan aftur
bornir á bakinu á Löngunef. Gef-
ið þaðan niður í bát. Baggarnir
síðan fluttir yfir botninn og að
lokum reiddir á hrossum heim í
hlöður.
Þegar hugleidd er sú óhemju-
fyrirhöfn, þó að hættunni sé
sleppt, sem þessari heyöflun var
samfara, má það undravert telj-
ast, að nokkur skyldi legg^ja
þetta á sig. En það var strangur
herra, sem áeftir rak, nefnilega
neyðin. Enda þótt þessi hey-
skapur væri ekki mikill að vöxt-
um, var þó hægt að halda lífi í
nokkrum kindum með heyi
þessu, eða gefa í kú, þó að ekki
væri nema einn dag í viku hverri,
og fá mjólk í staðinn. Var það
í daglegu tali kallað að gefa í.
Þó munu þau heimili ekki hafa
verið fá á þessum árum, sem
helzt aldrei sáu mjólk. Svo var
það hjá foreldrum mínum fyrstu
árin, sem þau bjuggu hér.
Til þess að sleppa við hey-
burðinn um Heimaklett, var
reynt að raka heyinu eða draga
það undan brekkunni af þeim
slæjublettum, sem þannig lágu
við. Mikla varkárni þurfti að
hafa við þetta. Mönnum var
lengi í minni, að eitt sinn, þá
verið var að raka lausu heyi of-
an af Hettu, hljóp það, þegar
komið var niður í sniðið. Tók
það með sér einn manninn, er þó
stöðvaðist í götunni, sem þarna
er alldjúp, rétt við bjargbrún-
ina, en heyið sópaðist yfir hann
og niður undir Löngu.
Eitt sumar á þessum árum
f engu f aðir minn og Guðmundur
Þórarinsson á Vesturhúsum all-
ar slægjumar í Heimakletti til
heyskapar. Þarna var um all-
mikið heymagn að ræða, eftir
því sem þá gjörðist. Heyinu var
gefið í skip þarna beint niður, þó
að hátt sé. Allmikinn útbúnað
og marga menn þurfti við þetta.
T. d. voru tveir staurar grafnir
niður á endann, annar nokkuð
upp í brekkunni, þar sem graf-
inn hafði verið stallur, sem
heyið var fært á til bindingar.
Neðri staurinn var grafinn
niður á bjargbrúninni. Á honum
voru baggarnir gefnir niður í
bátinn, sem flutti heyið í land.
Á milli stauranna var strengdur
kaðall þeim til stuðnings og ör-
yggis, sem baggana fluttu frá
bindingsstað til niðurgjafar-
staðar. Ekki tapaðist nema einn
baggi ofan fyrir í þetta sinn.
Það þótti heppni, að hann skyldi
j