Blik - 01.04.1955, Síða 34
32
B L I K
í Þýzkalandi, er samt alltaf
betra að vera heima hjá sér.
Skipið stanzaði fyrir Eiðinu,
og kom lítill bátur og sótti okk-
ur.
Edda Tegeder. Gagnfræðadeild.
Fiskiróður
Það var fagur júlímorgunn.
Klukkan var fimm, þegar pabbi
kom að vekja mig. Ég stökk upp
í skyndi og klæddi mig. Fór síð-
an fram í eldhús til að drekka
kaffisopann. Þegar því var lok-
ið, var farið niður í skúr að beita
lóðina.
Blíðskaparveður var þennan
morgun, og leit út fyrir gott sjó-
veður.
Pabbi skar beituna, og vorum
við þrír að beita, Herlúff, Bald-
vin og ég. Við beittum 30
strengi. Svo var haldið af stað.
Þegar við vorum komnir út á
Pallaklett, en það er mið norð-
austur úr Digranesi við Vopna-
fjörð, var byrjað að leggja lóð-
ina.
Við lögðum suður til að byrja
með eina línu upp Bredduna og
þaðan út, norður á Torfugrunn.
Þegar búið var að leggja lóðina,
fórum við á milli, eins og sjó-
menn segja vanalega, þegar
byrjað er að draga frá sama
enda og lagt er.
Þegar við vorum komnir norð-
ur aftur að Pallakletti, lágum
við kyrrir hjá endabelgnum.
Fallið var hið kjósanlegasta á
honum, hægt suðurfall.
Því næst var bitakassinn fram
tekinn, og allir settust að snæð-
ingi. Þegar því var lokið, var
hafinn undirbúningur að draga
lóðina. —
Ég var beðinn að stýra og
gæta vélarinnar. Herlúff þvoði
stampana, Baldvin tók að dæla,
og pabbi setti rúlluna á sinn
stað. Svo var belgurinn tekinn
og byrjað að draga. Pabbi dró og
Baldvin var við rúlluna til þess
að bera í fiskinn. Allt gekk eins
og í sögu lengi vel. Ástæða var
sæmileg á línunni, og Baldvin
hafði nóg að gera, svo að þetta
gekk allt slysalaust, þangað til
búið var að draga töluvert af
lóðinni. En þá fór að versna í
því. Þá stóð steinbítur á hverj-
um krók, og þessir líka boltar!
Þeir spöruðu ekki tennurnar,
heldur bitu í allt, sem tönn á
festi, enda fékk Baldvin að
kenna á því. Þeir röðuðu sér á
lappirnar á honum, svo að hann
varð að hækka sig hærra og
hærra. En þá ætlaði að fara
verr fyrir honum. Hann stakkst
á höfuðið útbyrðis. Ég hélt, að
hann ætlaði að sýna okkur ein-
hverja nýja köfunaraðferð!
Honum tókst samt einhvernveg-
inn að afstýra því í þetta sinn,
sem var að mörgu leyti hag-