Blik - 01.04.1955, Page 47
B L I K
45
Einu nautinu var auðsjáan-
lega illa við að láta mig reka
sig eins og mér sýndist.
Ég var með jakka í hendinni
og barði nautið með honum. Þá
varð tuddi reiður, krafsaði svo
lítið í jörðina og hljóp síðan að
okkur, mér og hestinum.
Hausinn á tuddanum kom á
fótinn á mér og varð ég þannig
á milli hans og hestsins. Hest-
urinn varð hræddur og prjónaði,
en féll svo á hliðina að tóftar-
broti, sem við vorum við. Ég
varð hræddur. Hesturinn áttaði
sig furðu fljótt, reis á fætur, og
ég hélt mér á baki. Hann æstist,
svo að ég réð lítið við hann.
Samt náðum við til félaga míns.
Eitt sinn var ég í vegavinnu.
Kom þá tuddi í heimsókn. I
kaffitímanum vopnuðust tveir
vegavinnumennirnir rekum og
gengu á móti tudda með reidd
vopnin. Þegar þeir nálguðust
hann, setti hann hausinn undir
sig og rótaði í jörðinni með
framlöppunum.
Nú voru garparnir, sem vildu
sýna, að þeir flýðu ekki eins og
ég, komnir svo nærri, að þeir
náðu til að greiða honum högg.
Þeir drógu ekki af þeim heldur.
Högg lenti á haus tudda. Hann
hristi hausinn og myndaði sig
til þess að stökkva á mennina.
Þeir urðu hræddir og tóku til
fótanna.
Garpur einn úr Reykjavík,
Halldór hetja Snorrason, 12 ára
gamall, sigraði tudda mjög
glæsilega daginn eftir.
Við vorum þrír saman að
sækja hross. Halldór hafði heyrt
sögurnar af nautinu. Var hann
því óðfús að komast nálægt
því. Hann gekk nú til tudda.
Við hlógum að honum og
héldum, að hann mundi fljótt
snúa við.
Þegar Halldór átti eftir á að
gizka 10—12 metra að tudda,
kölluðum við á hann. 1 stað þess
að snúa aftur til okkar, kraup
drengurinn á f jóra fætur og tók
að róta og sparka eins og tuddi
og skreið nær honum. Þegar
Halldór átti ófarna 5—6 metra
að tudda, varð tuddi smeykur og
hopaði hægt aftur á bak. Þá
stóð strákur upp og stökk til
okkar, en tuddi horfði undrandi
á eftir honum.
Við vissum, að þetta gat ver-
ið hættulegt dirfskubragð og af-
réðum að segja engum frá því.
En Dóri, sjálfur sigurvegarinn,
gat ekki látið sigur sinn í þagn-
argildi liggja.
Aumingja mennirnir, sem
flýðu vopnaðir daginn áður,
skömmuðust sín.
Gunnar Guðvarðsson
2. bekk bóknáms.