Blik - 01.04.1955, Qupperneq 48
46
B L I K
Dagur í flökun
Æ, hvaða hávaði er þetta ? Er
það síminn eða hvað? — Það
er þá vekjaraklukkan að vekja
mig í vinnuna. Ég fálma út í
loftið til að stöðva hana, felli um
lampann á náttborðinu en tekst
þó að lokum að lægja mesta
rostann 1 klukkuskömminni. Ég
fer fram úr rúminu og klæði
mig. Svo lít ég út og sé, að það
er dásamlegt veður, og mér
finnst það hræðileg tilhugsun að
þurfa að fara í flökun núna. En
það þýðir nú lítið að tala um
það. Ég er með stírurnar í aug-
unum en vakna svo alveg við
það, að koma út og niður í stöð.
Þar er fólkið í óða önn að koma
til vinnunnar. Kl. 8 er flautað
og við eigum að fara að vinna.
Oftast nær var mér sagt að fara
að „snyrta“ fiskinn og var ég
orðin mjög leið á því. Það getur
stundum verið gaman að vinna
í flökun, en oftast er það ótta-
lega leiðinlegt. Við fáum kaffi-
tíma um morguninn kl. 9.40—
10. Einu sinni í kaffitíma komu
tveir strákar með vatnsbyssur
og fóru að sprauta á okkur.
Fyrst tókum við þessu sem
gamni, en þegar þeir héldu á-
fram, þá varð ég bálreið og stóð
kyrr til að vita, hvort þeir
mundu ekki hætta. Þá stanzaði
annar strákurinn til að sprauta
á mig og hann hætti ekki, fyrr
en kaffitíminn var búinn og þá
var ég orðin alveg gegn blaut.
Svona eru þessir strákar.
Tíminn sniglast áfram og það
liggur við að maður æpi upp
yfir sig af ánægju, þegar það
gellur við í flautunni og vinnu-
dagurinn er senn á enda. En
erfiðleikarnir og leiðindin eru
fljót að hverfa, þegar komið er
út í góða veðrið og maður hefur
hvílt sig um stund. Á kvöldin
fer maður svo út sér til skemmt-
unar og hressingar og flökunin
er með öllu grafin og gleymd.
En þegar maður er kominn í
rúmið, hvarflar að manni, að á
morgun sé aftur dagur og vinna
í flökun. En svefninn er fljótur
að sigra þreytt augu og nóttin
líður oftast dramnlaust.
En að morgni endurtekur sig
sama sagan. Æ, hvaða hávaði
er þetta? Er það síminn eða
hvað?
Ein i 3. bekk.
© ★ ©
Hann var kvæntur maður og
átti yndislegt heimili. Stofum-
ar voru sólríkar, húsgögnin
vönduð, teppin þykk og dýr.
Kilir bókanna í skápnum voru
með réttum litum og bækurnar
sjálfar hæfilega margir metrar
samanlagt. Svo var þar öll nýj-
asta heimilstækni. Konan hans
var hreinasta perla, sagði hann.
Allt lék í lyndi. Hamingjan hló
við honum. Og — þó ekki.
Það var hún perlumamma!