Blik - 01.04.1955, Page 53
B L I K
51
hugarstríð yfirgefa foreldrarnir
afkvæmi sitt í mikilli angist.
En hvað sjáum við ekki? I æðum
þessa unga náttúrubarns, sem
eitt og vanmáttugt stendur ef tir,
rennur þó svellandi rammís-
lenzkt víkingablóð. Þó að við sé-
um stórir að dómi ungans og
slánalega lagaðar ófreskjur, þá
skal barizt á meðan nokkur deig-
ur dropi af hinu öra víkingablóði
rennur í æðum ungans.
Unginn glennir sundur gogg-
inn og hyggst leggja til atlögu.
En þessi óvænta áreynsla ung-
ans verður honum ofraun og
hann tekur til að selja upp glæ-
nýjum smáfiski og síld. Við frið-
mælumst við garpinn, en það
kemur fyrir ekki, svo að við
höldum enn á brattann.
Eftir því sem ofar dregur í
bergið, vex gróðurinn. Á þessari
hundrað metra leið okkar upp
bergið hafa ótal jurtategundir,
þrátt fyrir jarðvegsleysið, náð
að festa rætur, allt frá þaranum
við Steðjann og ýmsum tegund-
um skófa á jarðvegssnauðustu
hlutum leiðarinnar að gróður-
fláka þeim, sem við nú erum
staddir í. Hér vaggar baldurs-
brá, hvönn og puntstrá blíðlega
á fagurgrænum grasbölum. Upp
úr gróðurflákum þessum gnæfa
sérkennilegir móbergsdrangar.
Áður en varir, skýtur kollum
okkar upp fyrir norð-austur-
brún eyjarinnar. Við erum
Súla með unga.
komnir á leiðarenda. Það, sem
nú ber f yrir augu, verður að bíða
frekari athugunar.
Félagar okkar á bátnum bíða
óþreyjufullir eftir að koma til
okkar farangrinum.
Nú greiðkum við sporið, enda
hallar vel undan fæti. Við stefn-
um suður á eyna. Þar er hún
lægst og fýsilegust til að draga
þar upp farangurinn. Að ofan
virðist okkur, að hér gangi svo-
lítil vík inn í eyna. En er við
teygjum höfuðið fram af brún-
inni, sjáum við niður í mikla
livelfingu. En hvar er báturinn ?
Nú hafa þeir sennilega verið
orðnir leiðir á biðinni og haldið
aftur norðurfyrir.
En hvað er þetta? Innan úr
L