Blik - 01.04.1955, Side 56

Blik - 01.04.1955, Side 56
54 B L I K sem ber þess vitni, að hér hafa menn áður verið. Varða þessi er hlaðin á móbergshlöpp. Þetta mun vera Skerpresturinn. Við ljúkum við kaffisopann, minnugir þess, að við eigum töluverðu ólokið eftir að hafa séð Skerprestinn. Þjóðsagan um mennina tvo, er fyrstir áttu að hafa klifið Súlna- sker, svífur fyrir hugskotssjón- um okkar. Við rísum á fætur og höldum rakleitt að þessari sögulegu vörðu. Á leiðinni rekum við upp hundruð prófasta. Vængir þeirra kljúfa loftið. Þar er sem dragi fyrir sólu, er fylkingin sveimar í hringi yfir brekkunni. Hér og þar sjáum við moldarþústur fyr- ir framan holuop lundans. Ibúar holunnar hafa nýlokið við að þrífa til í vistarveru sinní. Með elju og þrautseigju hafa fæturnir isópað burtu því, er nefið hefur áður losað um. Áður en varir, sjáum við ekki betur, en einhver lundanna róti ekki ein- ungis mold heldur ausi enn- fremur vökvaslepju. Hugsana- tengsl við fyrri sjón villti okkur sýn. Hér var ekki lundi að verki heldur lítill fýlungi, sem streitt- ist við að ausa yfir okkur úr maga sínum. Hefði hann ekki beitt þessu vopni sínu, hefðum við sennilega ekki veitt honum athygli, þar sem hann lá að mestu hulinn slútandi grasi og öðrum gróðri. Við víkjum úr vegi, því að við þekkjurn það, er hann hafði ætlað okkur, og okk- ur fýsir ekkert í það. Nú stöndum við andspænis vörðunni, er gnæfir svo hátt á norðausturhorni Skersins. Áður höfum við gert árang- urslausar tilraunir til að frið- mælast við eyjaskeggja, en nú er ætlunin að semja við verndar- vættina sjálfa. Og enn kemur okkur í hug þjóðsagan af mönnunum tveim- ur, er fyrstir klifu Skerið. Sá þeirra, er ekkert vildi hafa með Guð og góða siði, hlaut refsingu frá Skerprestinum, sem hristi eyna alla og steypti skerinu til suðurs, svo að hinn sjálfglaði fjallamaður féll í hafið, en með hjálp prestsins stóð guðsótta- maðurinn eftir, en síðan hallar Skerið svo mjög til suðurs, sem það nú gerir. Að forníslenzkum sið færum við prestinum nú peningafórnir, sem við stingum inn í vörðuna, en þar falla peningarnir niður í grunna skál í móbergsundirstöð- unni. Fórn sem þessi, er við nú framkvæmum, hefir verið færð presti áratugum saman af öll- um þeim, er til uppgöngu hafa hér ráðizt. En hvar er þá allur auðurinn ? Við sjáum aðeins fáa peninga úr sleginni mynt, sem hafa fá merki elli til að bera.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Blik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.