Blik - 01.04.1955, Qupperneq 68
66
B L I K
skátafélags í Vestmannaeyjum,
kl. 5 e. h. í leikfimisal Barna-
skólans .... stofnendur félags-
ins eru 24 drengir á aldrinum
12—14 ára. Félagið er í 3 flokk-
um, 8 skátar í hverjum. Rætt
var um nöfn á flokkana og varð
niðurstaðan sú, að 1. fl. heitir
„Gammar“, flokksforingi Leif-
ur Eyjólfsson, 2. fl. „Ernir“,
flokksforingi Jón Óli og 3. fl.
„Þrestir“, flokksforingi Sigur-
jón Kristinsson.“
Fyrsta stjórn skátafélagsins
Faxa var þannig skipuð: Friðrik
Jesson, félagsforingi, Leifur
Eyjólfsson, ritari, Lárus Einars-
son gjaldkeri, Sigurjón Kristins-
son, Jón Óli.
Til frekari fróðleiks og þó
fremur til gamans, ætla ég að
gefa Þorsteini Einarssyni, í-
þróttafulltrúa, orðið. Hann varð
félagsforingi Faxa annað árið
og þar til hann fluttist til
Reykjavíkur, árið 1941, og hefur
fylgzt með skátamálum hér í
Eyjum allt frá fyrsta degi. Hann
segir m. a.:
„Ég var kennari við Gagn-
fræðaskólann í Vestmannaeyj-
um. Það var venja skólastjóra,
kennara og nemenda skólans að
Ieika sér mikið úti í frímínútum.
Allir léku sér. Kennarar voru
rjóðir og skapið létt.
Svo var það á miðjum vetri
1938, að hópur drengja tók sig
út úr og voru á leynilegum fund-
um úti við veggi skólagarðsins,
eða reikuðu um leiksvæðið í þétt-
um hnappi. — Þetta fannst méi
og öðrum kvenlegar aðfarir.
Hvað var á seyði? Uppþot?
Leikleiði? Nei, ekki alveg, það
var verið stofna til meiri sam-
heldni, meiri leikja, það var ver-
ið að stofna skátafé’lag.
......Ég gaf mig ekkert að
þessum félagsskap fyrsta árið,
sem það starfaði og taldi það
jafnvel óþarft, þar sem velstarf-
andi íþróttafélög, stúkur og
skólar gætu leyst verkefni þess
— en þó fann ég, að félagið
hafði áhrif á skólalífið — góð
áhrif.....“
Afmr. Faxa 1948).
Öhætt mun að fullyrða, að
kennarar við Gagnfræðaskólann
og skólastjóri hans hafa fylgzt
manna bezt með þeirri hreyf-
ingu, er vaknaði við skólann og
hér segir frá. Er því fróðlegt að
hlýða á þá.
Þorsteinn Þ. Víglundsson
skólastjóri segir m. a. þetta um
fyrstu ár Faxa:
„Ég minnist stofnunar félags-
ins eins og hún hefði skeð í gær.
Kjarninn í félagsskapnum urðu
nemendur úr Gagnfræðaskólan-
um, margir hinir betri og mann-
vænlegri......Lítið herbergi í
skólanum varð fyrsta skjól fé'-
Iagsins og skólinn bar einnig
gæfu til að greiða götu þess um