Blik - 01.04.1955, Side 73
B L I K
71
manna, sem skilja hann og vilja
styrkja.
Vissulega væri gaman að
rekja annálinn lengra, minnast
á alla fundina, allar gönguferð-
irnar, allar útilegurnar, en ég
er ekki viss um, að nokkur ent-
ist til að lesa þá sögu, t. d. er að
finna 412 flokksfundi, 117
gönguferðir og 57 útilegur í ann-
ál félagsins fyrir árið 1943 eitt;
en árin eru 17 talsins, að vísu
var árið 1943 mesta starfsár í
sögu félagsins hingað til, en
mörg önnur nálgast þetta mark.
Við skulum þó gefa Kristjáni
Georgssyni orðið. Segir hann
okkur frá fyrstu skemmtunum
félagsins: Hann segir m. a.:
„ ... Fyrsta almenna skemmt-
unin, sem félagið stofnaði til,
var barnaskemmtun. Var hún
haldin í Alþýðuhúsinu á annan
jóladag 1941 . . . fregnmiðar
um skemmtunina voru bornir í
hvert hús í bænum . . . neðst á
fregnmiðanum stóð: „Aðgangur
1 króna“, og var þetta sett hálf
hikandi, því að við vorum
smeykir um, að krakkarnir
fengju ekki að fara fyrir svona
hátt verð, en við hættum nú á
það, enda voru jólin. Skemmtun
þessi tókst með afbrigðum vel
og var húsið svo þéttsetið, sem
frekast var unnt . . . Næsta
haust var hafin undirbúningur
að nýrri skemmtun, sem átti
ekki aðeins að vera boðleg börn-
um, heldur einnig fullorðnum og
auglýst á sama hátt og hin fyrri.
Á fregnmiðanum stóð auk
skemmtiatriða: „Dansað til kl.
3 f. h. Fimm manna hljómsveit.
— Aðgangur er 3 krónur“. . .
(Afmr. Faxa 1948)
1 upphafi greinarstúfs þessa,
birti ég kafla úr síðasta ávarpi,
sem Baden Powell, einn hinn
fremsti uppeldisfrömuður og
mannvinur síðari tíma, flutti um
gjörvallan heim.
Það er athyglisvert að lesa
þessi ávarpsorð, sem hinn aldni
maður sendir æskulýð allra
landa hið hinzta kvöld ævi sinn-
ar.
„Ég hef verið einkar ham-
ingjusamur maður“, segir hann,
„og vildi, að þið ættuð jafn ham-
ingjusamt líf fyrir höndum og
é'g hefi átt.“ Ennfremur: Hinni
raunverulegu hamingjuleið hald-
ið þið, ef þið gerið aðra ham-
ingjusama. Keynið að skilja svo
við þennan heim, að hann sé ein-
hverja vitund betri en hann var,
þegar þið komuð í hann“.
Þetta eru orð lífsreynds
manns, mannsins, sem gerði það
að ævistarfi sínu að leiðbeina
æskulýðnum á hinni hálu braut
lífsins, stofnanda Skátahreyf-
ingarinnar.
Eins og áður er getið, eru 17
ár liðin frá því er frjóangi þess-
arar miklu hreyfingar náði að
festa rætur hér í Eyjum.