Blik - 01.04.1955, Side 75
B L I K
73
liJÖRN SIGFUSSON:
Vestmannaeyjaklaustur
Það sýnist kynlegt að segja
sögu stofnunar, sem dó rétt áð-
ur en hún fæddist. Þetta helgi-
setur átti að verða fyrsta
klaustrið í Skálholtsbiskups-
dæmi og fá í vöggugjöf allar
eyjarnar og brátt fleiri jarðir.
Því var ætlað stærra hlutverk
en Þingeyjarklaustri, sem stofn-
að hafði verið 1133, en síðan
var liðinn fullur áratugur, þeg-
ar saga þessi hefst.
I Skálholti sat þá skörungur-
inn Magnús Einarsson biskup.
Langafi hans í karllegg var
Þorsteinn Síðu-Hallsson, og svo
f rábær mannasættir var Magnús
biskup, eigi síður en Hallur for-
faðir hans, að allar deilur stöðv-
uðust milli höfðingja, meðan
hans naut við að sætta þá, og
sparaði hann ekki eigur sínar til
að kaupa menn sátta, þegar
þurfti. En honum var sýnt um
fjáröflun og jarðakaup. Hann
keypti undir Skálholtskirkju
stórjarðir í Árnesþingi og nær
allar Vestmannaeyjar. Hungur-
vaka tekur fram, að þær ætlaði
hann til að stofna þar klaustur,
sennilega á árinu 1149, en haust-
ið fyrir, 1148, gerðist sá voveif-
legi atburður, að biskup brann
inni í Hítardal með 80 manna,
þar með taldir f jölmargir klerk-
ar, sem sumir hafa verið ráðnir
til f orstöðu hinu óf ædda klaustri.
Engir stóðu uppi, sem höfðu
hvöt til þess í klerkaskortinum
að stökkva frá kirkjum síniun í
munklífiseinangrun í Eyjum, svo
að málið frestaðist.
En hugmyndin varð ekki
stöðvuð, og klaustrið reis innan
skamms. En það var í staðinn
sett austur á Síðu, Kirkjubæjar-
klaustur. Þessi tilviljun réð því,
að ábótastarf Þorláks helga,
síðar biskups, var unnið þar og
ekki í Eyjum, svo að hann missti
af því að verða íslenzkur sæfara-
dýrlingur og Landakirkja (nán-
ar sagt: Klemenzkirkjan fyrir-
rennari hennar) missti af því að
verða tíu s’nnum betri og fræg-
ari til áheita en Strandakirkja.
Á klausturstöðunum elztu var
haldið til haga munnmælum um
fyrri ábúendur. Á Kirkjubæ, þar
sem klaustrið kom, hafði aldrei
getað búið heiðinn maður, síðan
ísland fannst. Hildir hinn heiðni
barð bráðkvaddur, er hann vildi
flytjast þangað og náði svo