Blik - 01.04.1955, Page 76
74
B L I K
nærri, að hann sá heim að bæn-
um. Á Helgafelli hafði rétt eftir
kristnitöku lifað Guðlaugur
munkur og Guðrún Ósvífurs-
dóttir nunna. Gæti ekki verið, að
Magnús biskup Einarsson hafi
verið búinn að hugsa sér fyrir
sögn um kristna frumbýlinga
í Eyjum?
Nútíðarmenn gera sér varla
ljóst, hve miklu helgari Eyja-
kirkjan forna var fyrir það, að
smíði hennar hófst fyrir kristni-
töku, — trúboðskirkja í upp-
reisn gegn heiðnu valdi. Smíðina
hófu þeir Hjalti og Gissur hvíti
vorið 1000, er þeir komu með
kirkjuviðinn og voru á leið til
Alþingis, þar sem svo lauk, að
kristni varð lögtekin. Þá hefur
Ormur auðgi Herjólfsson búið í
Eyjum, og átti hann þær allar.
Hann hefur sennilega verið
skírður af Þangbrandi áður eða
Gissur vitað hug hans til kristn-
innar, því ella hefðu þeir farið
með kirkjuviðinn, konungsgjöf-
ina, í annan lendingarstað.
Nú er spurn: Hefur Herjólfur
Bárðarson, fyrstur bóndi Vest-
mannaeyja (Hauksbók og frum-
gerð Landnámu), verið enn á
lífi og kristnazt með Ormi syni
sínum? Það gæti hann vel, því
að dóttir Orms og Eilífur, maður
hennar, hafa ekki getað átt af-
kvæmi sín fyrr en í kristnum
sið eftir niðjum að dæma. Einn-
ig var Eilífur 5. ættliður frá
Björn Sigfússon
mörgum landnámsmönnum, svo
að þeir ættu að vera iy2 öld eldri
en þau Eilífur og kona hans,
elzta heimasætan í Eyjum. Það
er því eflaust rétt, sem Land-
náma lætur á sér skilja, að Eyj-
arnar hafa líkt og Grímsey verið
almenningseign til fuglatekju og
veiða fyrstu öldina eftir land-
nám, en þeir Herjólfur feðgar
hafa lagt undir sig Heimaey
fremur stuttu fyrir krisntitök-
una.
Til marks um vinsældir þess
eignaréttar, sem Herjólfur náði
og tók frá almenningi, eru eld-
forn munnmæli, sem gera hann
að svíðingi einum og kenna á-
girnd hans um það, að „hraun
brunnið", sem Landnáma talar
um, eða skriður þykkar eyddu