Blik - 01.04.1955, Page 87
B L I K
85
gátuna: — Ströng áminning
um að vanda betur skriftina.
® ★ ®
Það var á kvennafundi. Þar
fóru fram umræður um nauðsyn
þess, að konur fengju aukna
hlutdeild í stjórn landsins og
stjórn heimsins. Sumar voru
þeirrar skoðunar, að kvenþjóðin
ætti helzt að taka þau mál að
öllu leyti í sínar hendur og binda
algjörlega endi á veldi karl-
manna, sem aldrei hafa farið
sérlega vel með vald sitt. Þegar
margar konur höfðu tekið til
máls af móði miklum og látið
í ljós álit sitt á þessu nauðsynja-
máli heimsins, stóð upp gust-
mikil frú og sagði sína skoðun
á málinu.
Hún taldi óþarft að konur
gerðust stjórnendur heimsins,
meðan þær stjórnuðu karlmönn-
unum.
© ★ ©
SKÝRINGAR VIÐ MYNDIRNAR Á BLS. 84.
Röðin lengst til vinstri: Guðmundur Lárusson flytur ræðu á ársfagnaði skólans 1. des. og
raælir fyrir minni skólans. Július Magnússon mælir fyrir minni stúlkna 1. des og er svo
fvndinn að tárin trilla um allan sal. Tlicódóra Kristinsdóttir hefir lokið við að minnast
drengjanna á árshátíð skólans. Henni virðist ekki mega heitara vera um hjartaræturnar.
Söngvadisir skólans skemmta ársfagnaðargestum. Kristín Georgsdóttir slær gítarinn.
Dam í skólanum. Kolbeinn í essinu sínu. — Miðröðin: Reikningstimi í 2. bekk verk-
náms. Þátttakendur tizkusýningarinnar 1. des. kveðja áhorfendur við mikinn hlátur og
dvnjandi lófaklapp. / danssalnum. Austfirðingarnir reynast dansmenn miklir og Eyja-
meyjarnar kunna vel að meta þá list. Einar H. Eiriksson kennari flytur skcmmtiþátt
á ársfagnaði skólans. — Röðin lengst til hægri: Hugvekja í skólanum. Hildur Magnús-
dóttir kemtir upp úr iðrum jarðar í Stórhöfða undir umferðarstjórn Bjarnar á Strönd.
Ásdis Astþórsdóttir sækir upp í sólskinið úr dimmu og sudda Stórhöfðahellis.
- Spaug -
Kennarinn hafði þann sið að
skrifa ýmsar áminningar neðan
við stíla nemenda sinna. En
skrift kennarans var ekki ævin-
lega sem læsilegust, svo að
stundum komust nemendur ekki
fram úr áminningunum.
Einu sinni fékk hún Gunna
áminningu, sem hún gat alls
ekki lesið, og henni flaug jafn-
vel í hug, að smáfuglar hefðu
komizt inn um glugga, stigið
niður í blekið og spígsporað svo
um blaðsíðuna. Hún fékk skóla-
systkini sín til þess að reyna að
ráða rúnirnar. Einnig lét hún
foreldra sína líta á þetta. Allt
án árangurs. Loks náði Gunna
í gamlan og þrautreyndan setj-
ara úr prensmiðju og lyfsala.
Þeir voru ýmsu vanir, sem
kallast skyldi skrift. Þeir réðu