Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 15
fræga sýslumanns Dalamanna, Magn-
úsar Ketilssonar.
Jarþrúður Johnsen gekk í Kvenna-
skólann í Reykjavík um tvítugsaldur-
inn og stundaði síðan tungumála-
nám. A yngri árum þótti hún hafa
fagra söngrödd, háa og skæra sopran-
rödd. Hún lærði söng hjá frægum
söngkennara í Kaupmannahöfn og
söng opinberlega í Reykj avík og víð-
ar við góðan orðstír. Eitt sinn héldu
þær saman konsert í Vestmannaeyj-
um, frú Jarþrúður Johnsen og frú
Anna Pálsdóttir, píanóleikari, kona
Sigurðar lyfsala Sigurðssonar í Eyj-
um. Mér er tjáð, að slíkir hljómleik-
ar hafi verið hrein nýlunda í kaup-
staðnum þá, aldrei átt sér stað þar
fyrr.
Frú Jarþrúði Johnsen er ýmislegt
fleira til listar lagt en sönggáfan. Hún
er hannyrðakona með ágætum og
listmálari, svo að vakið hefur athygli
kunnáttumanna í þeirri listgrein. Þá
iðju stundar hún nú í tómstundum
sínum; hún skapar listaverk í litum.
Þá hefur hún einnig fengizt við tón-
smíðar, og hagmælt er hún, eins og
hún á kyn til, en dult fer hún með þá
þætti gáfna sinna, óþarflega dult.
Ekki hefur frúin þó í einu eða neinu
vanrækt heimili sitt eða húsmóður-
störfin til þess að fullnægja listagáf-
um sínum eða hneigðum. Heimili
þeirra hjóna her þess vott. Þar ríkir
snyrtimennskan og reglusemin öllu
ofar. Þar er ánægjulegt að koma og
kynnast lífsviðhorfum og hamingju
húsráðenda.
Þeim fyrrverandi bæjarfógetahjón-
um varð ekki barna auðið. En fimm
árum fyrir giftingu eignaðist Sigfús
M. Johnsen dreng með Sigurveigu
Sveinsdóttur smiðs Jónssonar. Það er
Baldur G. Johnsen læknir, sem er í
senn stjúpsonur og fóstursonur frú
Jarþrúðar Johnsen, og er mér tjáð
af kunnugum, að ekki gæti samband
þeirra verið innilegra og umhyggju-
samara, þó að læknirinn væri skil-
getinn sonur hennar. Baldur læknir
er kvæntur Jóhönnu Jóhannsdóttur
Johnsen frá Möðruvöllum í Eyjafirði.
Hún og frú Jarþrúður eru systradæt-
ur, enda þótt aldursmunur sé nokkur.
Við Sigfús M. Johnsen höfðum
nokkrum sinnum á það minnzt, að
ánægjulegt væri og ómetanlegt menn-
ingu Vestmannaeyja, ef tök yrðu á
að stofna þar til listaverkasafns, og
margur Vestmannaeyingur mundi
láta af hendi rakna til þess góðar
gjafir, væri það til á annað borð.
Sérstaklega ræddum viðþettavelferð-
armál okkar á milli í einrúmi, er ég
heimsótti þau hjón að Laufásvegi 79
í Reykjavík, eftir að þau fluttu héð-
an 1949. Það hef ég iðulega gert s.l.
20 ár mér til mikillar ánægju og sálu-
bótar. Sérstaklega hafði ég hug á, að
bæjarfélagið okkar mætti með tíð og
tíma eignast einhvernveginn málverk
þau eftir Jóhannes Kjarval, er þau
hjón höfðu lengi átt og prýtt hafa
heimili þeirra um árabil. Hugmynd
þessi hélt lífi.
Svo bar það við sumarið 1966, er
ég var á ferð í Reykjavík og sat á
bekk við styttu Jóns forseta, sleikti
þar sólskinið, að fyrrverandi bæjar-
BLIK
13