Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 242
Fjórði presturinn kemur hér við
þessa sögu. Það er séra Jes A. Gísla-
son frá Hlíðarhúsi í Eyjum, sonur
hjónanna Gísla Stefánssonar og
Soffíu Andersdóttur.
Séra Jes var að vísu aldrei sókn-
arprestur í heimabyggð sinni, held-
ur á meginlandinu, meðan hann
gegndi prestsembætti. Hér bjó hann
þó um tugi ára. Fyrst var hann skrif-
stofustjóri hjá Gísla J. Johnsen,
kaupmanni, mági sínum, og síðar
var séra Jes kennari um árabil við
barnaskóla kaupstaðarins. Séra Jes A.
Gíslason unni átthögum sínum, Eyj-
unum, fæðingarbyggð sinni, og ól
með sér brennandi áhuga á sögu
þeirra, lífi fólksins og athöfnum,
menningarlífi þess og öðrum velferð-
armálum. Hann hugleiddi, skráði og
skrifaði margt um heimahagana að
fornu og nýju.
Brynjólfur Jónsson fræðimaður
frá Minna-Núpi lét sig sögu Vest-
mannaeyja nokkru skipta og skrifaði
í Arbók Fornleifafélagsins um ýmis
söguleg atriði Eyjanna. Einnig skrif-
aði Sigurður hreppstjóri Sigurfinns-
son í sama rit um atriði í sögu byggð-
arlagsins, ályktaði og fullyrti.
Þá óska ég að nefna hér tvo sögu-
grúskara úr lögfræðingastétt. Það eru
þeir Sigfús M. Johnsen, fyrrverandi
bæjarfógeti í fæðingarbyggð sinni,
Eyjunum, og Jóhann Gunnar Olafs-
son, bæjarfógeti á Isafirði, fæddur
í Vík í Mýrdal en ekki í Vestmanna-
eyjum, eins og einhvers staðar er
rangt hermt í Bliki.
Sigfús M. Johnsen skrifaði á sín-
um tíma Sögu Vestmannaeyja, mikið
rit í tveim bindum. Isafoldarprent-
smiðja gaf Sögu Vestmannaeyja út
1946. Bækur þessar hafa orðið mér
a. m. k. ómetanleg fræðslulind, enda
þótt ég í sumum tilvikum álykti á
annan veg en höfundurinn í ýmsum
sögulegum efnum. Sínum augum lítur
hver á silfrið, stendur þar, og sögu-
legu sjónarmiðin eru hvergi nærri
alltaf hin sömu. Stundum getur verið
mikill vandi úr að ráða, hvað rétt er
á sviði sögunnar.
Til þess að stytta mál mitt vitna ég
í bókina íslenzkir samtíðarmenn um
söguleg skrif Jóhanns Gunnars bæj-
arfógeta. Þar er greint frá ritum
þeim, sem hann hefur skrifað um
Vestmannaeyjar, athafnir og at-
vinnulíf og merk félagssamtök þar.
Fjarri fer því að hinum mætu
mönnum, sem skráð hafa margt og
mikið um Vestmannaeyjar, beri
saman. Já, fjarri fer því. I sumum
atriðum ber þeim þar næsta broslega
mikið á milli. Vissulega óska ég ekki
að blanda mér í þau mál, þar sem
fullyrðing stendur gegn fullyrðingu.
Eg, sem þetta skrifa, hef lesið með
athygli og íhugun flest af því, sem
þessir fræðaþulir, náttúruskoðendur
og sögugrúskarar hafa skrifað um
Vestmannaeyjar, sögu þeirra og
háttalag. Og nú langar mig til þess
að biðja Blik mitt að geyma fyrir mig
mínar eigin sögulegu ályktanir. Eg
hef lesið, valið og hafnað, íhugað
og ályktað, — allt eftir beztu getu
hins takmarkaða manns, og ég leyfi
mér svo að fullyrða, eins og þeir
240
BLIK