Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 326
Borg á Mýrum, Skallagríms bónda
Kveldúlfssonar. Hann hafði öll spjót
úti til öflunar fæðu eða matfanga
handa heimilisfólki sínu, sem var
margt.
Skallagrímur bóndi lét menn sína
stunda útróðra, selveiðar og eggja-
tínslu. Vötn voru full af fiski og svo
firðirnir á vissum tímum árs. Allar
eyjar voru krökar af fugli, og gengd
hvala og sela var mikil. Þessi marg-
háttaði veiðiskapur heimilisfólksins
á Borg átti sér stað úti á ströndinni,
og út með ströndinni vestur af Borg-
arbænum, og langt vestur á Mýrar.
Jafnframt veiðunum lagði hónd-
inn á Borg kapp á að fjölga kvikfénu
á býli sínu upp við fjöllin, þar sem
Gríss var bústjóri hans. Þar reynd-
ist þeim beitilandið kjarnmeira en
niðri á hinu votlenda sléttlendi Mýr-
anna og í holtunum og borgunum
þar um slóðir. En húhyggni þurfti
til og forsjá, ef allt átti að takast vel,
og þær guðsgjafir hafði bóndinn á
Borg þegir í ríkum mæli.
Sauðfjárræktin gaf af sér ull í
nær- og fjærfötin. Og einnig í rekkju-
voðirnar. Einnig gaf hún af sér Ijúf-
fenga kjötið á borðið til hátíða-
brigða, þó að sel- og hvalkjötið, ■— og
svo auðvitað fiskurinn, — væri hin
daglega fæða. Ekki má heldur gleyma
hrossakj ötinu, gleyma hrossakj ötsát-
inu í heiðnum sið, iþegar hrossarækt-
inni óx fiskur um hrygg á landar-
eignum Borgar og útjörðum bónd-
ans þar. Meginið af mat þessum var
etið vindþurrkað og fiskurinn hertur
og barinn.
Mikil líkindi eru til þess, að ís-
lendingar á Landnámsöld hafi nærzt
á mjólkurmat af skornum skammti
sökum skorts á ræktuðu landi. Þess er
heldur hvergi getið, að Skallagrímur
bóndi hafi kunnað þá list „að bera
skarn á hóla“ eins og Njáll bóndi á
Bergþórshvoli 110—130 árum síðar.
Skemmtileg og listræn er frásögn-
in í Egilssögu um þessa fæðuöflun
Skallagríms Kveldúlfssonar. Þar seg-
ir svo: „Skalla-Grímur var iðjumað-
ur mikill. Hann hafði með sér jafnan
margt manna, lét sækja mjög föng
þau, er fyrir voru og til atvinnu
mönnum vorum, því að þá fyrst
höfðu þeir fátt kvikfjár, hjá því sem
þurfti til fjölmennis þess, sem var.
En það sem var kvikfjárins, þá gekk
öllum vetrum sjálfala í skógum.
Skalla-Grímur var skipasmiður mik-
ill, en rekavið skorti eigi vestur fyr-
ir Mýrar. Hann lét gera bú á Álfta-
nesi og átti þar bú annað, lét þaðan
sækja útróðra og selveiðar og egg-
ver, og þá voru gnóg föng þau öll,
svo rekavið að láta að sér flytja.
Hvalkomur voru þá og miklar og
skjóta mátti sem vildi. Allt var þar
þá kyrrt í veiðistöð, er það var ó-
vant manni. It þriðja bú átti hann
við sjóinn á vestan verðum Mýrum.
Var þar enn betur komið að sitja
fyrir rekum, og þar lét hann hafa
sæði og kalla að ökrum. Eyjar lágu
þar úti fyrir, er hvalur fannst í, og
kölluðu þeir Hvalseyjar.
Skalla-Grímur hafði og menn
sína uppi við laxárnar til veiða .. .“
„... En er fram gekk (þ. e. fjölgaði)
324
blik