Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 221
veitingahus nærri fiillsmíðað'. Þetta
gengi goodtemplaranna gleður okk-
ur, en eigi að síður eru okkur jafn
torskildar vísdómsleiðir háttvirts
FjárhagsráSs um úthlutun á sements-
pokum.
9. MeSlimir háttvirts FjárhagsráSs
gátu fengiS samvizkubit, iSrazt auS-
sjáanlegs misréttis, viljaS taka sig á,
gera rétt, gjalda hverjum sitt undir
stjórn hins vísa formanns, sem setiS
hefur viS fótskör meistarans um tugi
ára. Þannig hefi ég ályktaS í megin
dráttum umdeilt efnisleyfi Gagn-
fræSaskólans.
Nú hefir háttvirtu FjárhagsráSi
þóknazt aS kæra bæj arstj órann okk-
ar og látiS kveSja hann fyrir rétt,
vegna þess aS hann tók orS fræSslu-
málastjórans trúanleg, eins æSsta
embættismanns íslenzka ríkisins, sem
sízt gegnir óvirSulegra né ábyrgSar-
minna embætti en sjálft FjárhagsráS.
Hefir háttvirt FjárhagsráS nokkurn
rétt til aS heimta orS slíks manns
tortryggS ?
ÞaS vekur athygli, aS gengiS er
framhjá mér um kæru, sjálfum „söku-
dólgnum“, sem krafSist þess, aS bæj-
arstjóri tæki orS fræSslumálastj óra
trúanleg og hefir útvegaS fé til hinna
„ólöglegu“ framkvæmda.
Er þaS furSa þó menn spyrji:
Getur ástæSan veriS sú, aS bæjar-
stjóri telst ekki eiga neinn „flokks-
bróSur“ í FjárhagsráSi? MaSur spyr
mann.
FormaSur FjárhagsráSs hefur
sjálfur tjáS mér, aS fest hafi veriS
kaup á sjálfvirkri talsímastöS, sem
kosta muni eina millj. kr. án hins
minnsta leyfis FjárhagsráSs. Eru
þeir „sökudólgar“, sem hér eiga hlut
aS máli, lögsóttir?
Ég gæti unnaS háttvirtum for-
manni FjárhagsráSs, þeim merka
manni og guSfræSingi, virSulegra og
betra hlutskipti á elliárum, en aS
gerast foringi fyrir ofsókn á hugSar-
mál æskulýSsins hér í Eyjum, því
aS þaS er GagnfræSaskólabyggingin.
Okkar málstaSur er heilagur, en
málstaSur háttvirts FjárhagsráSs
skammgallaSur í meira lagi. Því
meir vansæmandi verSur ósigur þess,
því lengur sem háttvirt FjárhagsráS
heldur áfram þessum ofsóknum. Fjár-
sektir eSa tugthúsvist eru okkur auka-
atriSi, gagnvart heilögum málstaS.
Mætti kosta meira. ViS skríSum
aldrei aS knjám rangsleitninnar.
Kosti, hvaS þaS kosta vill.
Ég krefst þess, aS Vestmannaey-
ingar fái aS njóta skýlauss jafnréttis
viS aSra þegna íslenzka ríkisins í
einu og öllu og mótmæli eindregiS
tilraunum háttvirts FjárhagsráSs til
aS hefta hér aSkallandi menningar-
framkvæmdir.
Vestmannaeyjum, 10. jan. 1949,
Þorsteinn Þ. Víglundsson.
Þessi greinargerS mín hlaut aS
leiSa til þess, aS formaSur Fjárhags-
ráSs yrSi líka kallaSur fyrir rétt í
Reykjavík, þó aS ekki væri nema til
þess aS lýsa yfir því, aS orS fræSslu-
málastjóra um sementsleyfiS væru
staSlausir stafir.
bi.ik
219