Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 16
fógeti okkar Vestmannaeyinga átti
leið fram hjá. Auðvitaö tókum við
tal saman. Þá kom enn til tals lista-
verkasafnið þeirra hjóna og hug-
myndin sú, að Vestmannaeyjakaup-
staður mætti einhvern veginn eignast
það. Þá kom í ljós, að þau hjón
höfðu hugsað mál þetta og rætt. Og
nú var þetta allt auðsótt. Eg mátti,
sagði hann, gera uppkast að kaup-
samningnum, þegar ég vildi, og helztu
ákvæði hans þuldi okkar fyrrverandi
bæjarfógeti upp þarna, þar sem við
sátum saman á bekknum. Ég undrað-
ist velvild þeirra hjóna og höfðings-
skap gagnvart Vestmannaeyjum,
fólkinu þar og byggðinni í heild.
Kaupsamningurinn, sem hér fer á
eftir, ber þessa alls vitni.
Kaupsamningurinn
Við undirrituð hjón, Sigfús M.
Johnsen og frú Jarþrúður Johnsen,
fyrrverandi bæjarfógetahjón í Vest-
mannaeyjum, nú til heimilis að Lauf-
ásvegi 79 í Reykyjavík, nefnd selj-
endur í kaupsamningi þessum, og
Vestmannaeyjakaupstaður, nefndur
kaupandi í samningi þessum, gerum
með okkur svofelldan kaupsamning:
1. Við seljum hér með kaupanda
og afsölum honum allt málverkasafn
okkar, sem gjört er af Jóhannesi
Kjarval listmálara, 34 málverk og
myndir alls, og skal það allt nánar
tilgreint hér:
1. Staðarfjall í Borgarfirði eystra.
2. Systrastapi á Síðu.
3. Frá Snæfellsnesi.
14
4. Við Lagarfljót.
5. Borg í Borgarfirði eystra.
6. Mjög stór mynd, sem óvíst heiti
er á.
7. Hluti af Almannagjá.
8. Konumynd.
9. Mannsmynd.
10. Tröllaharpa.
11. Gluggamynd frá Feneyjum.
12. Islenzk blóm.
13. Blómamynd.
14. Þórsmerkurrani (stór mynd).
15. Frá Dyrfjöllum (stórt málverk).
16. Skarðsheiði (stórt málverk).
17. Dyrfjöll.
18. Þrjár hugmyndir (fantasíur).
19. Konumynd eða Brúnavík í Borg-
arfirði eystra.
20. Kirkjugluggi (fyrirmynd útlend).
21. Kindarhaus.
22. Hugmynd („Norðurljósa-
glampi“).
23. Strandatindur við Seyðisfjörð.
24. Hugmynd.
25. Vatnsmýrin í Reykjavík (Flug-
vallarstæði og fjallasýn).
26. Líkfylgd að vetrarlagi.
27. Hörpuleikarinn.
28. Fornaldardýrið.
29. Hugmynd um tunglið.
30. Smáeyjar í Vestmannaeyjum.
31. Heimaklettur og Yzti-klettur.
32. Gjá í Þingvallahrauni.
33. Álfakirkja (hugmynd).
34. Hugmynd.
2. 011 framangreind málverk, 34
að tölu, eru hér með seld í umgjörð-
um þeim, sem þau nú eru í.
3. Söluverð alls þessa málverka-
safns skal vera kr. 500.000,00 —
BLIK